Algengar spurningar

Invoicing

 • Sjáðu hvernig þetta virkar

  Spila myndband

  1. Hvað er myPOS reikningagerð?

  Reikningagerð er virðisaukandi þjónusta sem gerir söluaðilum kleift að búa til og senda vörureikninga beint í gegnum myPOS reikninga sína. Með ókeypis leiðinni okkar getur þú búið til og sent vörureikninga til allt að fimm viðskiptavina. Ef þú vilt senda vörureikninga til fleiri viðskiptavina getur þú nýtt þér ótakmörkuðu leiðina okkar. Til að bjóða þér meiri sveigjanleika getur þú gerst áskrifandi að ótakmarkaðri reikningagerð með mánaðarlegri eða árlegri greiðsluleið. Reikningagerð gerir innheimtuna hnökralausa og áreynslulausa með því að bjóða upp á greiðslu með korti eða millifærslu í banka. Allt fjármagn frá vörureikningum sem greitt er með korti er aðgengilegt strax á myPOS reikningi þínum og býður viðskiptavinum þínum upp á betri greiðsluupplifun.


  2. Getur hver sem er notað myPOS reikningagerðina?

  Allir sem eru með myPOS reikning fyrir fyrirtæki geta notað myPOS reikningagerðina. Það er auðvelt - þú ferð bara á myPOS reikninginn þinn og ferð í valmyndina Sala/Reikningar. Valmyndin Reikningar gerir þér kleift að búa til og senda sérsníðanlega vörureikninga, bæta við varningi sem búinn var til í valmyndinni Vörur, búa til lista yfir viðskiptavini (valmyndin Viðskiptavinir), og vista sniðmát vörureikninga þinna.


  3. Hvernig get ég stjórnað varningnum sem ég bæti á vörureikningana mína?

  Þú getur búið til lista með varningi á auðveldan hátt með því að fara í hlutann Vörur. Þaðan getur þú:

  • stjórnað vörulistum
  • tekið fram fjölda varnings
  • búið til vöruflokka
  • hlaðið upp vörumyndum

  4. Hvernig get ég búið til vörureikninga með myPOS?

  Þú getur sérsniðið og notað vörureikninga á myPOS reikningi þínum með því að fara í hlutann Reikningar. Áður en þú býrð til vörureikninginn velur þú gjaldmiðil og upphæð fyrir greiðsluna. Þegar því er lokið getur þú sérsniðið vörureikninginn með því að bæta við myndmerki fyrirtækis eða breyta litum og leturgerð. myPOS reikningagerð býður upp á marga nytsamlega eiginleika, meðal annars getur þú:

  • sett einstaklingsbundna afslætti á hvern reikning í formi prósentu eða fastrar upphæðar
  • valið að setja skatt í prósentuformi
  • sérsniðið forskeyti fyrir reikningsnúmerið
  • valið að hengja viðbótarskjöl við vörureikninginn
  • valið að vista vörureikninginn sem sniðmát og notað hann aftur seinna
  • sérsniðið hönnun reikninganna með myndmerkinu þínu, leturgerð og litum sem fyrirtækið þitt notar
  • valið tungumál vörureikningsins
  • sett greiðsludag

  * Þegar vörureikningur er búinn til er mikilvægt að muna að aðeins er hægt að nota latneska stafi.


  5. Eftir hvaða leiðum get ég sent viðskiptavinum mínum vörureikninga?

  myPOS vörureikninga er hægt að senda beint af reikningi þínum í tölvupóst, SMS, Facebook, LinkedIn, Viber, WhatsApp og önnur spjallforrit. Þú færð líka hlekk að hverjum vörureikningi sem þú getur notað yfir þær rásir á netinu sem þú kýst helst. Þegar viðskiptavinurinn fær og smellir á hlekkinn mun viðkomandi geta greitt reikninginn strax á netinu eða með kredit- eða debetkorti.


  6. Er til þægileg leið til að minna viðskiptavini á ógreidda reikninga?

  Já, þú þarft ekki lengur að hafa áhyggjur af óþægilegum samræðum við viðskiptavini um reikninga sem komnir eru á gjalddaga. Þú getur minnt viðskiptavini á greiðsluna með því að senda þeim greiðsluhlekkinn aftur, en hann er að finna við hliðina á vörureikningnum.


  7. Hvernig veit ég hvort viðskiptavinur hafi greitt reikning?

  Þú getur rakið greiðslustöðu vörureikninga þinna á fyrirtækjareikningnum. Þannig ertu ætíð við stjórnvölinn og getur fylgst með greiðslunum þínum. Að auki gera reikningaskýrslur þér kleift að skoða og greina fjárhagsstöðu þína þegar þess er þörf.


  8. Hversu langan tíma tekur það að gera upp greiðslu viðskiptavinar?

  Viðskiptavinir þínir hafa tvo greiðsluvalmöguleika þegar þeir hafa fengið vörureikning - með korti eða millifærslu í banka. Greiðslur með korti fara beint inn á fyrirtækjareikninginn og er féð strax aðgengilegt.

  Ef viðskiptavinur velur að greiða með millifærslu í banka fá þeir reikningsupplýsingar ásamt leiðbeiningum um að slá inn vörureikningsnúmerið í reitinn „Ástæða greiðslu“. Það getur tekið þrjá til fimm daga að vinna úr bankagreiðslum.


  9. Þarf ég að greiða fyrir að nota reikningagerðina?

  Þú getur notað ókeypis leið fyrir reikningagerð, sem gerir þér kleift að senda vörureikninga til allt að fimm viðskiptavina. Að öðrum kosti getur þú nýtt þér ótakmörkuðu leiðina okkar og sent vörureikninga til ótakmarkaðs fjölda viðskiptavina.


  10. Er myPOS reikningagerð aðgengileg í myPOS farsímaappinu?

  Já, myPOS reikningagerð er aðgengileg Android og iOS notendum í gegnum myPOS farsímaappið. Þú getur framkallað og sent vörureikninga á ferðinni.

  Var þessi grein gagnleg?

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Sendu okkur ábendingar

Hafðu samband við okkur
Cookie

Veldu kökustillingu

2-3