Algengar spurningar

 • Færslur og millifærslur

  myPOS reikningur gerir söluaðilanum kleift að gera eftirfarandi tegundir færslna:

  Millifærslur innan kerfis:

  • Millifærslur til annarra myPOS notenda
  • Þær eru gerðar með því að stimpla inn símanúmer viðtakanda, tölvupóstfang, viðskipta- eða reikningsnúmer
  • Uppgjör samstundis

  Bankafærslur

  • Millifærslur á bankareikning
  • Þær greiðslur krefjast IBAN- eða reikningsnúmers viðtakanda

  Millifærslur á eigin reikning

  • Millifærslur innan kerfis á milli eigin reikninga
  • Þær geta verið í sama eða öðrum gjaldmiðli
  • Féð er samstundis til reiðu á reikningnum

  Fjöldafærslur

  • Fjöldafærslur innan kerfis
  • Fráfarandi fjöldabankafærslur

  Standandi pantanir

  • Innan kerfis- til myPOS notenda
  • Fráfarandi - á hvaða bankareikning sem er í heiminum

  Aðgerðirnar er hægt að finna í Valmyndinni Reikningur fyrir fyrirtæki, í flipanum Greiðslur á myPOS reikningnum.

  Skoða og flytja út færslur

  Auðveldasta leiðin til að skoða og flytja út myPOS reikningsfærslur er úr valmyndinni Reikningur fyrir fyrirtæki/Reikningar. Þar finnur söluaðilinn upplýsingar um allar færslur sem gerðar voru af hverjum reikningum, kortum, tækjum eða netþjónustu tengdum myPOS reikningnum.

  Að auki getur söluaðilinn skoðað allar kortafærslur í valmyndinni Reikningur fyrir fyrirtæki/Kort og allar færslur gerðar í gegnum posa undir valmyndinni Posar.

  Sviksamlegar færslur
  myPOS er með viðbragðsstöð og eftirlit með svikastarfsemi sem opin er allan sólarhringinn. myPOS þjónustufulltrúi er til taks hvenær sem er sólarhringsins.

  Þér er velkomið að hafa samband við þau varðandi hvers kyns grunsamlegar færslur.

  Nokkur dæmi um sviksamlegar færslur eru:

  • Óþekktar greiðslur vegna netviðskipta
  • Úttektir úr hraðbanka í öðrum löndum og/eða gjaldmiðlum

  Nokkur dæmi sem gætu litið grunsamlega út en eru oft ekki sviksamleg:

  • Sending ekki komin af vörum sem greitt hefur verið fyrir - það er mögulegt að krafan um enga afhendingu (non-delivery claim) hafi ekki verið unnin ennþá. Hafðu samband við hitt fyrirtækið fyrst og reyndu að leysa málið
  • Færsluupphæðin passar ekki við upphæðina sem eytt var - sumir söluaðilar leyfa upphæð sem er öðruvísi en sú sem gerð er upp, oft gert til að dekka tryggingu. Hafðu samband við hitt fyrirtækið og athugaðu hvers vegna upphæðirnar passa ekki saman.

  Sviksamleg færsla er varðar myPOS Business Card kort: læstu kortinu tafarlaust og hafðu samband við myPOS þjónustuverið. Neyðarnúmer er prentað á bakhlið myPOS Business Card kortsins.

  Sviksamleg færsla er varðar myPOS reikninginn (sem hefst á vefsíðunni eða appinu): Hafðu samband við myPOS þjónustuverið.

  Til að deila um sviksamlegar færslur, vinsamlega hafðu samband við myPOS þjónustuverið.

  Var þessi grein gagnleg?

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Sendu okkur ábendingar

Hafðu samband við okkur
Cookie

Veldu kökustillingu

2-3