Algengar spurningar

 • MO/TO greiðslur, MO/TO Virtual Terminal og Rolling Reserve

  Hvað þýðir MO/TO?

  MO/TO er stytting á Mail Order/Telephone Order, eða póst- og símapöntun. Þetta er ákveðin tegund fjargreiðslu, sem þýðir að viðskiptavinur getur hringt eða sent tölvupóst á söluaðilann, lagt inn pöntun og greitt með því að gefa upp greiðslukortaupplýsingar í gegnum síma eða tölvupóst.

  Mig langar að taka við MO/TO greiðslum. Hvað ætti ég að gera?

  1. Skráðu þig inn á:

  A. myPOS reikning, farðu í valmyndina Posar og veldu MO/TO Virtual Terminal, eða

  B. myPOS appið (fyrir iOS eða Android), farðu í MO/TO Virtual Terminal.

  2. Fylltu inn umsóknareyðublaðið. Sérfræðingar okkar munu skoða hvort beiðni þín sé ákjósanleg fyrir þessa þjónustu.

  3. Þér verður tilkynnt um útkomuna innan nokkurra daga. Ef hún er samþykkt muntu geta tekið við MO/TO færslum í gegnum myPOS reikning þinn, myPOS farsímaappið (iOS og Android) og á öllum myPOS tækjum þínum.

  Hvers vegna er endurskoðun nauðsynleg fyrir MO/TO færslur?

  MO/TO færslur eru flokkaðar sem áhættufærslur vegna þess hvernig kortaupplýsingarnar eru sendar - í gegnum tölvupóst eða síma. Við göngum úr skugga um að þessi valkostur sé besti kosturinn fyrir fyrirtæki þitt áður en við samþykkjum beiðnina.

  Á hvaða hátt er fyrirtæki mitt verndað þegar tekið er við MO/TO færslum?

  MO/TO færslur, eins og allar aðrar færslur í myPOS, hafa ákveðin greiðslumörk. Vegna eðli þeirra eru greiðslumörkin fyrir MO/TO lægri en önnur myPOS greiðslumörk, þar sem hætta á svikum er meiri.

  Ef þú vilt hækka MO/TO greiðslumörkin skaltu láta okkur vita með því að senda tölvupóst í help@mypos.com og við munum reyna að mæta þörfum þínum.

  Hvar get ég fundið greiðslumörkin fyrir MO/TO færslur?

  Hægt er að skoða greiðslumörk á myPOS reikningi þínum undir Gjöld.

  Gilda þessi mörk fyrir allar MO/TO færslur?

  Já. Þetta eru sameiginleg greiðslumörk sem eiga við MO/TO færslur sem unnar eru í gegnum MO/TO Virtual Terminal á myPOS netreikningi þínum, í gegnum myPOS farsímaappið og á myPOS tækjum þínum samanlagt.

  Hvaða áhrif hefur vinnsla á МО/ТО greiðslum með sviksamlegum kortaupplýsingum á fyrirtæki mitt?

  Þú munt bera ábyrgð á fjárhagslegu tapi sem verður vegna ágreinings sem hugsanlega getur komið upp. Þú ættir því alltaf að gera ítarlega skoðun á viðskiptavinum þínum og uppruna kortaupplýsinganna. Það er afar mikilvægt að þú athugir alltaf uppruna kortaupplýsinganna áður en unnið er úr MO/TO greiðslum.

  Hvernig get ég forðast sviksamlegar færslur?

  Hér eru nokkur ráð til að hafa í huga þegar unnið er úr fjargreiðslum:

  • Ákveddu áreiðanlega greiðslurás til að taka á móti kortaupplýsingum
  • Hafðu alltaf varann á þegar þú tekur á móti slíkum upplýsingum með tölvupósti
  • Rannsakaðu uppruna upplýsinganna
  • Staðfestu að tölvupóstfangið sem greiðsluupplýsingarnar voru sendar úr sé ekki á neinum svindllistum.
  • Taktu ekki við greiðslum af grunsamlegum uppruna

  Þarf ég að veita sönnun fyrir hverja MO/TO færslu?

  Í sumum tilfellum, já. Þar sem MO/TO greiðslur eru flokkaðar sem óöruggar aðgerðir þarft þú að veita sönnun sem styður ákveðna færslu, ef til ágreinings kemur.

  Beiðni mín hefur verið samþykkt og ég nota nú MO/TO þjónustuna. Er hægt að loka aðgengi mínu að henni á einhverjum tímapunkti?

  Já. Það er mögulegt að aðgengi þínu að eiginleikanum verði lokað, byggt á áhættumati. Í þeim tilfellum verður MO/TO þjónustunni lokað á reikningi þínum, farsímaappi og tækjum. Þú færð tilkynningu þess efnis með tölvupósti.

  Rolling Reserve

  Hvað er það?
  Rolling Reserve er öryggisráðstöfun sem sett er af myPOS á allar MO/TO færslur þar sem þær eru flokkaðar sem „áhættusamar færslur“. Áhættusamar færslur eru venjulega færslur sem eru framkvæmdar án þess að raunverulegt kort sé til staðar. Færslurnar eru þannig líklegri til að vera sviksamar, geta valdið ágreiningi hjá korthafa og leitt til endurkröfu.

  Hvernig virkar það?
  30% af upphæð hverrar MO/TO færslu eru tekin frá í varúðarskyni (lægsta upphæð er EUR 1). Upphæðinni er haldið í 180 daga. Þetta tímabil gefur nógu mikinn tíma til að gefa út endurkröfu gjalds, bakfærslu og/eða bótakröfu vegna svika.

  Ef slíkt gerist mun upphæð Rolling Reserve tryggingarinnar vera notuð til að greiða kostnaðinn. Upphæð Rolling Reserve tryggingarinnar safnast saman við næstu MO/TO færslur.

  Ef engar kröfur eru gerðar eru upphæðirnar leystar aftur til söluaðilans í þeirri röð sem þær hafa safnast. Þetta þýðir að upphæðinni sem haldið var fyrir 180 dögum síðan verður leyst út á morgun og upphæðinni sem var haldið fyrir 179 dögum síðan verður leyst út ekki á morgun heldur hinn.

  Ef söluaðilinn er með reikninga í nokkrum mismunandi gjaldmiðlum þá er sérstök rolling reserve trygging gerð fyrir hvern gjaldmiðil og fráteknar upphæðir safnast saman þar.

  Þeir reikningar eru kallaðir Reserve reikningar og hægt er að skoða þá á myPOS reikningnum, undir Reikningur flipanum, í hlutanum Reserve reikningar. Það er sérstakur hluti undir Reserve reikningar sem kallast Framtíðarlosanir þar sem söluaðilinn getur séð þær upphæðir sem munu verða leystar út fyrst. Það fé sem haldið er í Reserve reikningunum mun verða leyst á tilteknum degi. Í neyðartilfellum eða undir óvenjulegum kringumstæðum getur myPOS þjónustuverið gert undantekningu og leyst féð út fyrir hinn tiltekna dag. Athugaðu að þetta fer eftir aðstæðunum í kringum beiðnina.

  Það er mögulegt að flytja fé á milli Reserve reikninga í sama eða öðrum gjaldmiðli. Millifærslur milli Reserve reikninga í öðrum gjaldmiðlum fara fram í gegnum takmörkuðu reikningana sem þeir eru tengdir við. Til dæmis ef söluaðili á tvo reikninga, annan í EUR og hinn í USD, og vill millifæra EUR 10 frá EUR Reserve reikningnum yfir í USD Reserve reikninginn, þá mun upphæðin vera millifærð frá EUR Reserve reikningnum yfir í EUR Takmarkaður reikninginn, síðan skipt yfir í USD á því gengi sem gildir þegar færslan á sér stað, og eftir á mun summan vera millifærð frá USD Takmarkaður reikningnum yfir í USD Reserve reikninginn.

  Var þessi grein gagnleg?

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Sendu okkur ábendingar

Hafðu samband við okkur
Cookie

Veldu kökustillingu

2-3