Þjónustumiðstöð

 • 3D Secure Algengar spurningar (FAQ)

  1. Hvað er 3D Secure?

  3D Secure er ókeypis þjónusta frá Visa og Mastercard sem gerir notendum kleift að versla á netinu á öruggan hátt með því að nota debet- eða kreditkort. Þjónustan er aðeins fáanleg á 3D Secure viðskiptasíðum, og er líka þekkt sem Verified by Visa (VBV) eða Mastercard SecureCode (MSC). Hún notar lykilorðavernd til að auðkenna viðskiptavini sem viðbót við ráðstafanir gegn svikum.

  2. Hvaða kosti hefur 3D Secure?

  3D Secure veitir aukatryggingu með því að staðfesta þig þegar þú verslar á netinu. Þú getur verið viss um að hvers kyns netfyrirtæki sem býður upp á VBV eða MSC þjónustu sé lögmætur verslunaraðili.

  3. Hvað þarf ég að gera til að byrja að nota 3D Secure?

  3D Secure er sjálfkrafa virkt á kortinu þínu og ekkert þarf að gera af þinni hálfu.

  4. Hvað kostar 3D Secure?

  3D Secure kostar ekkert. Þessi þjónusta er ókeypis.

  5. Ég er með fleira en eitt kort. Þarf ég að skrá öll kortin mín hvert fyrir sig?

  Þess þarf ekki þar sem 3D Secure er sjálfkrafa virkt á öllum kortum þínum.

  6. Ég var að fá nýtt kort. Þarf ég að skrá það til að nota 3D Secure?

  Þess þarf ekki því nýja kortið þitt er þegar virkjað fyrir 3D Secure.

  7. Hvernig virkar 3D Secure?

  3D Secure virkar með samþættingu við VBV eða MSC smásöluvefsíðu. Þegar þú ætlar að klára verslun á netinu opnast ný vefsíða þar sem beðið verður um einnota lykilorð (e. One-time Password, eða OTP) sem þú færð sent í farsímann þinn áður en þú getur haldið áfram. Þessi aðgerð veitir aukavernd gegn netsvikum.

  8. Hvað er einnota lykilorð (OTP)?

  Einnota lykilorð er lykilkóði sem gildir fyrir aðeins eina innskráningu eða færslu á tölvukerfi eða annars konar stafrænt tæki. Það kemur til þín í formi textaskilaboða sem þú færð á farsímann þinn og gildir aðeins í 15 mínútur.

  9. Ég hef ekki gefið upp farsímanúmer á myPOS. Get ég samt gert 3D Secure kaup á netinu?

  Vefsíður sem virkjaðar hafa verið fyrir 3D Secure munu ekki leyfa þér að klára verslun á netinu án þess að stimpla inn einnota lykilorð sem sent er í farsímanúmer. Hins vegar fáum við sjálfkrafa símanúmerið sem þú notaðir til að virkja myPOS kortið þitt. Það þýðir að það er óþarfi fyrir þig að gefa upp farsímanúmer. Við leggjum til að þú athugir þetta símanúmer og ef það er einhver breyting eða aðrar kringumstæður skaltu vinsamlega hringja í þjónustuverið okkar til að veita okkur uppfærðar upplýsingar. Ef þú kaupir vörur af vefsíðu sem ekki er virkjuð fyrir 3D Secure muntu ekki fá beiðni um þennan lykilkóða.

  10. Hvernig get ég uppfært eða breytt farsímanúmeri mínu?

  Aðeins veskiseigandinn sjálfur getur breytt farsímanúmeri sem tengt er við ákveðið myPOS viðskiptakort með því að hafa samband við þjónustuverið okkar.

  11. Er það skylda að gefa upp einnota lykilorð þegar verslað er á netinu?

  Vefsíður sem ekki nota 3D Secure munu ekki biðja þig um að gefa upp einnota lykilorð þegar keypt er á netinu. Netfyrirtæki sem virkjað hafa 3D Secure munu biðja þig um að gefa upp einnota lykilorð, fyrst þú munt ekki geta gengið frá kaupum þínum án þess.

  12. Ég hef ekki fengið einnota lykilorð. Hvað geri ég næst?

  Þegar kemur að því að ganga frá kaupum þínum á netinu og þú byrjar greiðslu mun einnota lykilorðið verða sent á farsímann þinn innan örfárra sekúndna. Ef þú hefur ekki fengið einnota lykilorð, athugaðu þá hvort símanúmerið sem þú hefur gefið myPOS sé rétt. Þú getur líka beðið um að skilaboðin verði send aftur eða að fá símtal með einnota lykilorðinu 30 sekúndum eftir að þú byrjar að ganga frá kaupum.

  13. Hvað gerist ef ég stimpla einnota lykilorðið vitlaust inn?

  Færslan mun ekki fara í gegn eftir þrjár misheppnaðar tilraunir svo þú munt þurfa að byrja upp á nýtt.

  14. Hvað gerist ef aukakorthafi er að gera netgreiðslu?

  Einnota lykilorðið verður sent á skráð farsímanúmer aukakorthafans, svo vertu viss um að tengiliðaupplýsingar þeirra séu uppfærðar hjá myPOS.

  15. Get ég notað einnota lykilorðið sem ég fékk fyrir aðra færslu?

  Nei, eitt einnota lykilorð gildir aðeins fyrir eina færslu.

  16. Hvað á ég að gera ef enginn gluggi fyrir einnota lykilorð birtist þegar ég geri netfærslu?

  Athugaðu hvort fyrirtækið taki þátt í VBV eða MSC. Ef svo er mun glugginn fyrir einnota lykilorð birtast sem nýr flipi á vafra þínum. Ef fyrirtækið tekur ekki þátt í VBV eða MSC mun enginn gluggi birtast.

  17. Ég fékk einnota lykilorð en kerfið samþykkir það ekki. Hvað á ég að gera?

  Fyrst af öllu skaltu athuga hvort þú hafir stimplað einnota lykilorðið rétt inn. Ef svo er og vandamálið er enn til staðar skaltu vinsamlega byrja kaupferlið upp á nýtt.

  18. Hvað eru persónulegu skilaboðin?

  Þetta eru persónuleg skilaboð sem birtast í hvert skipti sem keypt er á netinu til að ganga úr skugga um að þú sért á lögmætri 3D Secure vefsíðu. Það getur verið allt að 30 tákn að lengd og þú mátt nota stafi frá A til Z, bæði há- og lágstafi, bil, bandstrik og úrfellingarmerki. Þar að auki geturðu sett þessi skilaboð á öll kort sem þú ert með í augnablikinu eða aðeins á nýlega virkjuð kort.

  19. Eru persónuupplýsingar mínar öruggar?

  Já, persónuupplýsingar þínar eru fullkomlega öruggar með myPOS.

  20. Vistar þessi þjónusta vafrakökur á tölvunni minni?

  Þessi þjónusta notar aðeins lotukökur, sem vistast tímabundið og eyðast sjálfkrafa þegar þú skráir þig út eða lýkur tengingunni.

  Var þessi grein gagnleg?

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Sendu okkur ábendingar

Hafðu samband við okkur
Cookie

Veldu kökustillingu

2-3