Algengar spurningar

Vinsælar spurningar

 • Tölvupóstfangið mitt/símanúmerið mitt er ekki virkt lengur og ég hef ekki lengur aðgang að myPOS.

  Vinsamlega hafðu samband við þjónustuverið okkar og gefðu upp nýja tölvupóstfangið þitt eða nýja símanúmerið. Af öryggisástæðum mun myPOS fulltrúi staðfesta auðkenni þitt áður en beiðni þín verður unnin.

 • Ég gleymdi PIN númerinu fyrir kortið mitt. Hvað þarf ég að gera?

  Ef þú hefur gleymt PIN númerinu þínu og þú stimplaðir það vitlaust inn þrisvar sinnum í röð mun Business Card kortið þitt læsast. Þetta er gert þér til verndunar og þú þarft að hafa samband við þjónustuverið okkar til að aðstoða þig við að opna það aftur.

  Þjónustuverið aðstoðar þig einnig með PIN númerið. Þegar búið er að auðkenna þig muntu fá símanúmer. Þetta númer er öruggt og sérstaklega notað í þeim tilgangi að veita PIN kóða. Beðið verður um að þú sendir textaskilaboð í þetta númer með eftirfarandi texta: myPOS + bil + XXXXXX (síðustu 6 stafirnir í kortanúmerinu). Textaskilaboð verða búin til sem innihalda PIN númerið þitt. Athugaðu að skilaboðin verður að senda úr farsímanum sem notaður var þegar myPOS reikningurinn var opnaður. PIN númerið verður einnig sent á þetta farsímanúmer.

  Til þess að auðveldara sé að leggja PIN númerið þitt á minnið getur þú breytt PIN númerinu í hvaða hraðbanka sem er. Veldu Breyta PIN númeri úr valmynd hraðbankans og fylgdu leiðbeiningunum.

  Hér fyrir neðan má finna nokkrar PIN öryggisábendingar:

  • Forðastu einfalda númeraröðun eins og 1234 og 0000 eða endurtekningar eins og 1122 og 8899
  • Forðastu mikilvægar dagsetningar eins og fæðingarár þitt eða afmælisdag ástvinar
  • Forðastu að nota hvaða hluta sem er úr kennitölu þinni eða VSK númeri fyrirtækisins þíns
  • Forðastu að nota hvaða hluta sem er úr heimilisfanginu þínu eða símanúmeri
 • Hvers vegna er viðskiptakortið mitt læst?

  Peningar þínir skipta okkur miklu máli og við verðum að vernda þá! Við erum með afar skilvirk kerfi gegn svikum og þau geta læst myPOS viðskiptakorti þínu ef grunsamleg færsla uppgötvast. Við viljum vernda þig gegn færslum sem þú gerðir ekki.

  Þú ættir að fá textaskilaboð eða tilkynningu á myPOS appið þitt sem segir þér að kortið þitt sé læst vegna grunsamlegrar færslu. Tilkynningin veitir þér leiðbeiningar um hvað eigi að gera.

  Ef þú hefur ekki fengið tilkynningu skaltu hafa samband við okkur úr tölvupóstfangi sem er skráð hjá okkur eða hringja í okkur til að staðfesta færslurnar og við opnum aftur fyrir kortið þitt.

  Í sumum tilfellum gæti myPOS viðskiptakortið þitt verið læst vegna þess að reikningur þinn er læstur.

 • Hvers vegna er reikningurinn minn læstur?

  Okkur er skylt sem fjármálastofnun að vakta og finna fjármálaglæpi. Við erum með háþróað vöktunarkerfi ásamt áreiðanlegri þjónustu gegn svikum sem vinna með sérfræðingum gegn svikum - sem er starfsfólk okkar á sviði áhættu og reglufylgni.

  Kerfið okkar skannar allt sem gerist bakvið skjáinn (kortafærslur, posafærslur, netfærslur, innri færslur, kreditfærslur, reiðufjárúttektir o.s.frv.) og þegar það finnur vísbendingar um grunsamlega hegðun flaggar kerfið það samstundis þar til regluvörður athugar og tryggir að allt sé í lagi.

  Fyrir utan það vinnur regludeild okkar með utanaðkomandi samstarfsaðilum og eftirlitsneti til að finna og fjarlægja sviksamlega reikninga fljótt og örugglega, áður en hún forðast tjón.

  Reikningi er læst hvenær sem kerfið flaggar of oft, annað hvort vegna okkar eigin greiningar eða vegna upplýsinga frá samstarfsaðilum okkar.

  Ástæðurnar geta verið margs konar:

  • skilríki þín eru útrunnin og þú hefur ekki veitt okkur afrit af gildum skilríkjum þegar höfum óskað eftir því
  • við fengum endurkröfur
  • kerfið okkar fann grunsamlegar færslur með kortinu þínu, færslur til einstaklinga á refsilistum
  • óvenjulegir færslutímar, óvenjuleg færsluhegðun
  • færslur með óvenjulegum peningaupphæðum

  Þessar og margar aðrar vekja grunsemdir og við verðum að læsa reikningi þínum í öryggis- og eftirlitsskyni.

  Til að opna reikning aftur þarf starfsfólk okkar á sviði áhættu og reglufylgni að skoða hverja flöggun til að tryggja að allt fari 100% eftir reglum. Sumir reikningar geta verið lengur í skoðun en aðrir, en það fer eftir flækjustigi málsins.

 • Af hverju er reikningurinn minn læstur, en þjónustuverið aðstoðar mig ekki?

  Starfsfólk í þjónustuveri opnar ekki aftur fyrir reikninga. Það er aðeins gert af sérstöku starfsfólki sem vinnur með vöktun og læsingu reikninga - áhættu- og reglufylgnideild.

  Að auki er okkur ekki leyfilegt að gefa upp upplýsingar um læstan reikning þar til búið er að leysa úr málinu. Það þýðir að starfsfólk okkar í þjónustuveri getur ekki deilt ákveðnum upplýsingum um hvers vegna reikningi þínum hefur verið læst, eða hversu lengi það muni taka að skoða málið.

 • Hvað geri ég ef reikningurinn minn er læstur?

  Athugaðu fyrst hvort þú hafir fengið tilkynningu frá okkur í tölvupósti og/eða á netreikninginn þinn. Líklega höfum við þegar beðið um viðbótarupplýsingar frá þér. Vinsamlega framkvæmdu umbeðnar aðgerðir. Hafðu samband við okkur ef þig vantar frekari upplýsingar eða aðstoð með málið þitt. Hafðu skjöl með nýjustu færslum þínum tilbúin.

 • Ég er með spurningu varðandi kortafærslu sem var hafnað og/eða læsta upphæð

  Business Card kort getur verið hafnað af nokkrum ástæðum:

  • myPOS kortið þitt hefur verið læst fyrir þá færslu sem þú ert að reyna að gera. Af öryggisástæðum getur myPOS kortið þitt verið læst fyrir ákveðnum færslum. Þú getur skoðað öryggisstillingar fyrir kortið þitt með því að skrá þig inn á reikninginn þinn, undir Kort flipanum, Stillingarhlutinn. Athugaðu að öryggisstillingar geta verið settar fyrir hvert og eitt kort. Ef þú ert með fleira en eitt kort, veldu hið rétta til að tryggja að kortið hafi ekki verið læst fyrir ákveðnum færslum.
  • Einnig af öryggisástæðum er myPOS Business Card kortið þitt með mörk á færsluupphæð og fjölda færslna. Mörk á kortinu þínu má sjá á myPOS reikningnum þínum undir Mörk í neðanmálsgreininni á hverri síðu.
  • Þegar reynt er að gera færslu á netinu getur kortinu þínu verið hafnað ef eitthvað af upplýsingum kortsins var ekki rétt skrifað. Athugaðu upplýsingarnar og reyndu aftur.

  Þegar notuð er leiguþjónusta eða sjálfsafgreiðslustaður getur það gerst að þjónustuveitandi læsir ákveðinni upphæð á reikningnum þínum. Upphæðinni er venjulega haldið í 45 daga og síðan leyst aftur. myPOS fulltrúi getur aðstoðað þig að leysa upphæðina fyrr, athugaðu að hann gæti beðið um nánari gögn.

 • Hversu langan tíma tekur það fyrir SEPA eða SWIFT færslu að fara í gegn?

  SEPA færsla fer í gegn á 2 til 3 virkum dögum, SWIFT færsla á 3 til 5 virkum dögum.

  Færsla getur stundum dregist ef upplýsingar um greiðsluþegann hafa verið slegnar vitlaust inn. Til dæmis ef nafn greiðsluþegans var stimplað inn þar sem nafn fyrirtækisins hefði átt að vera.

 • PayPal færslur sem eru gerðar með Visa viðskiptakortinu mínu eru í röngum gjaldmiðli, hvað á ég að gera?

  Það er líklegt að PayPal getur ekki borið kennsl á gjaldmiðil Visa viðskiptakortsins þíns. Til að leysa þetta skaltu vinsamlega senda PayPal beiðni með því að fylgja einföldu skrefunum hér fyrir neðan:

  1. Skráðu þig inn á PayPal
  2. Skrunaðu neðst á síðuna og veldu Help
  3. Veldu Message Center
  4. Fylltu inn í nauðsynlega reiti á eyðublaðinu (sjá skjáskot)

   Skilaboðin til PayPal ættu að innihalda fjórar síðustu tölurnar á kortinu þínu, og eins samsvarandi gjaldeyri. Hér er sniðmát sem þér gæti þótt hentugt: Vinsamlega breyttu sjálfvöldum gjaldmiðli fyrir kortið mitt sem endar á XXXX í XXX (gjaldmiðill myPOS Visa kortsins þíns).

  5. PayPal mun gera breytingarnar og staðfesta
 • Ég hef pantað / mig langar að panta myPOS Business Card kort, hversu langan tíma tekur það kortið að koma?

  Afhending á myPOS Business Card kortinu þínu fer eftir þeirri sendingarleið sem þú valdir þegar pöntunin var gerð. myPOS býður upp á hraðsendingarþjónustu - öruggari og hraðari valkost en aðeins er hægt að gera hana á venjulegum opnunartíma. Að öðrum kosti er hægt að láta senda þér kortið með pósti, endurgjaldslaust en afhendingin tekur lengri tíma.

 • Hvað er myPOS auðkenning með tilkynningu?

  myPOS auðkenning með tilkynningu gerir þér kleift að auðkenna færslur þínar á betri og öruggari máta. Tilgangur hennar er að auka öryggisstigið sem við bjóðum upp á.

  Auðkenning með tilkynningu er ókeypis í notkun og sendir þér skilaboð í farsímann í hvert sinn sem þú skráir þig inn á myPOS reikning þinn, gerir greiðslu, hefur umsjón með notendum eða framkvæmir aðgerð sem krefst auðkenningar. Með tilkynningunni getur þú samþykkt eða hafnað aðgerðinni.

 • Hvernig nota ég myPOS auðkenningu með tilkynningu?

  Til að nota auðkenningarleiðina þarftu að tengja tæki og skrá þig svo inn á reikninginn þinn úr vefsíðu okkar.

  Til að tengja tæki skaltu gera eftirfarandi:

  • Skráðu þig inn á myPOS appið með tækinu sem þú vilt nota til auðkenningar EÐA stilltu tækið sem þú vilt nota til auðkenningar með því að ýta á „Setja sem auðkenningu“.
  • Sláðu inn gilt tölvupóstfang og staðfestu með því að ýta á „Næst“.
  • Sláðu inn gilt lykilorð og ýttu á „Næst“.
  • Þú munt þá fá einnota lykilorð (e. OTP) með textaskilaboðum. Eftir að hafa slegið inn rétt lykilorð verður þér vísað á nýjan skjá þar sem þú getur slegið inn lykilkóða fyrir appið og staðfestir með því að ýta á „Vista“ hnappinn.
  • Virkjaðu auðkenningu með fingrafari eða veldu „Sleppa“ til að nota aðeins lykilkóða til að fá aðgang.
  • Auðkenningarferlinu er nú lokið.
  • Nú þegar þú skráir þig inn á vettvang myPOS á vefsíðu okkar muntu sjá skilaboð sem tilkynna þér að við höfum sent þér tilkynningu á tæki þitt sem er tengt. Þegar þú hefur fengið skilaboðin geturðu annað hvort samþykkt innskráninguna eða hafnað henni.
  • Hægt er að finna ítarlegar upplýsingar um auðkenningarferlið hér.
 • Hvaða gjöld þarf ég að greiða fyrir þjónustuna?

  Greiðslumörk fyrir gjöld og færslur fyrir notkun á myPOS þjónustunni má finna hér.

 • Hvernig viðskiptavinaþjónustu bjóðið þið upp á?

  myPOS er með þjónustuver og sjálfvirkt svikaeftirlit allan sólarhringinn. Einnig er myPOS þjónustufulltrúi til reiðu hvenær sem er sólarhringsins.

  Eins og er býður myPOS upp á þjónustu á ensku, frönsku, ítölsku, spænsku, rúmensku, grísku, þýsku, ungversku og búlgörsku.

 • Hvernig geturðu varið þig gegn vefveiðum, símaveiðum og öðrum skaðlegum árásum?

  Hvað eru vefveiðar?

  Vefveiðar eru blekkingarárásir þar sem sendandi tölvupósts þykist oft vera lögmætt fyrirtæki eða stofnun sem biður þig - í tölvupóstinum - um að smella á tengil eða hlaða niður viðhengi sem getur verið skaðlegt eða haft alvarlegar afleiðingar fyrir bæði þig og fyrirtækið þitt.

  Hvernig ver ég mig gegn vefveiðaárásum?

  Spurðu þig alltaf hvort tölvupósturinn, símtalið eða textaskilaboðin sem þú fékkst hafi verið óvænt og ef svo er skaltu vera á varðbergi gagnvart beiðnum um persónuupplýsingar, eða beiðnum sem biðja þig um að taka strax til aðgerða, eins og að smella á tengil eða hlaða niður skjali. Þessar aðgerðir geta haft áhrif á tækið þitt og gefið glæpamönnunum aðgang að persónulegum gögnum. Þetta getur haft hræðilegar afleiðingar fyrir þig og fyrirtækið þitt. Þú getur fundið frekari upplýsingar um hvernig þú getur varið þig gegn vefveiðum hér.

Hafðu samband við okkur
Cookie

Veldu kökustillingu

2-3