Algengar spurningar

CRS og FATCA

 • Tilkynning varðandi FATCA lögin og CRS lögin

  Undir alþjóðlegum samningi á milli ríkja sem nær til allra meðlima innan Evrópska efnahagssvæðisins og US Foreign Account Tax Compliance Act („FATCA Law“), hafa samþykkt að innleiða samning milli Bandaríkjanna og ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins um að samræma alþjóðleg skattamál og skipti á upplýsingum um skattalegar upplýsingar (2014/107/EU), innleitt sem OECD Common Reporting Standard („CRS Law“). Við og fjármálastofnanirnar sem veitum þessa þjónustu varðandi reikninga og greiðsluþjónustu sem störfum undir lagasamningi fyrir myPOS þjónustu sem gagnasafnarar, upplýsum þig um að eftirfarandi gögnum verður safnað og mögulega notuð við skipti vegna ofangreindra laga (ef þau eiga við) og samkvæmt þeim:

  • Nafnið þitt;
  • Heimilisfangið þitt;
  • Búsetulandið þitt;
  • Skattalegt auðkennisnúmer sem gefið er út af búsetulandi þínu, og ef við á, bandaríska skattanúmerið þitt (U.S. TIN);
  • Fæðingarstaður, -dagur og -ár;
  • Reikningsnúmerið þitt (eða annað auðkennisnúmer sem tilgreinir hvar reikningurinn þinn er);
  • Innistæða á reikningnum þínum þann 31. desember á þeim árum sem reikningurinn var í gildi;

  Ef þú uppfyllir skilyrðin fyrir bandaríska persónu undir lögum FATCA og/eða sem upplýsingaskyld persóna undir lögum CRS þar sem gengið er út frá því að FATCA lögin og CRS lögin skylda fjármálastofnanir (þar sem um annað hvort gildir „Upplýsingaskyldur reikningshafi“), en þá munu þessar upplýsingar verða notaðar í skiptum til skattayfirvalda viðkomandi heimalands. Hinn möguleikinn er sá að þessar upplýsingar verða notaðar í skiptum við U.S. Internal Revenue Service ef FATCA lögin eiga við og/eða CRS lögin eiga við, í samstarfi við viðeigandi skattayfirvöld hjá viðkomandi heimalandi.

  Upplýsingarnar hér að ofan verða notaðar í skiptum við skattayfirvöld í því heimalandi sem það á við á hverju almanaksári á meðan þú ert/ verður upplýsingaskyldur reikningshafi (í síðasta lagi 30. júní fyrir síðasta almanaksár). Slíkar upplýsingar verða notaðar áfram í slíkum tilgangi af okkur og fjármálastofnuninni sem tilgreind er í lagalegum samningnum þínum fyrir myPOS þjónustu þangað til ekki er lengur nauðsyn á því. Fyrstu upplýsingarskiptin eru áætluð í apríl 2017 fyrir reikninga með innistæður þann 31. desember 2016.

  Undir FATCA og CRS lögunum er þér skylt að útvega þær upplýsingar sem gæti verið krafist af fjármálastofnunum til að uppfylla þessi lög. Ef ekki er brugðist við því er það tilkynnt til viðeigandi skattayfirvalda í viðkomandi heimalandi sem og öðrum gögnum. Þú hefur þann rétt að nálgast þær upplýsingar sem notaðar verða í skiptin og leiðrétta ef með þarf. Til að nálgast þinn rétt þarftu að kynna þér lagasamninginn fyrir myPOS þjónustu.

  Tilvísanir í FATCA lögin and CRS lögin innihalda tilvísanir til reglugerða sem byggðar eru á Common Reporting Standard (CRS) samkomulaginu sem geta átt við auk annarra lagaheimilda eða reglugerða sem geta breytt eða komið í staðinn fyrir þessi lög, reglur og samkomulög.

  Um CRS

  CRS (Common Reporting Standard) er alþjóðlegur staðall fyrir upplýsingaöflun frá fjármálastofnunum í aðildarlöndum. Hann var þróaður af Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) til þess að tækla skattaundanskot, auka gegnsæi og vernda skattafriðhelgi.

  Í samræmi við CRS kröfur eru fjármálastofnanir innan þátttöku skattalögsögu skyldugar til að safna ákveðnum upplýsingum frá viðskiptavinum sínum og deila þeim upplýsingum með viðeigandi skattayfirvöldum. Tilgangur þessa er að bera kennsl á skattalega búsetu viðskiptavina.

  Yfir 100 skattalögsögur hafa tekið þátt í CRS og samþykkt árleg sjálfkrafa skipti og skýrslugjöf um fjármála- og skattatengdar upplýsingar.

  Hvaða áhrif hefur þetta á mig?

  Undir CRS er myPOS skylt að greina hvort þú sért skattgreiðandi í einu landi og átt reikning í öðru. Til þess að gera það þá þurfum við að safna ákveðnum upplýsingum um þig og fyrirtækið þitt og tilkynna það til skattayfirvalda.

  Hvaða upplýsinga mun myPOS afla undir CRS?

  Til hægðarauka og til að gera ferlið eins auðvelt og hægt er fyrir viðskiptavini okkar þá söfnum við öllum þörfum upplýsingum við skráningu. Ef ske skyldi að við þyrftum viðbótarupplýsingar munum við hafa samband við þig.

  Hvers vegna þarf ég að veita upplýsingar um skattalega búsetu mína?

  Undir CRS krefja skattayfirvöld fjármálastofnanir eins og myPOS að safna og veita upplýsingar varðandi reikninga og skattastöðu viðskiptavina sinna.

  Hvaða lönd taka þátt í CRS?

  Þú getur fundið tæmandi skrá yfir þau lönd sem taka þátt hér.

  UM FATCA

  FATCA stendur fyrir Foreign Account Tax Compliance Act. Það var hannað af bandaríska fjármálaráðuneytinu og Internal Revenie Service (IRS) og gerir kröfu um að erlendar fjármálastofnanir geri grein fyrir erlendum eignum reikningshafa í Bandaríkjunum. FATCA er fyrst og fremst tilkynningakerfi sem miðar að því að takast á við meint skattsvik og hvetja til betri skattareglna.

  Hver er lykilmunurinn á CRS og FATCA?

  FATCA og CRS hafa svipaða eiginleika vegna þess að aðalmarkmið þeirra er að takast á við skattaundanskot og skapa almennar kröfur um upplýsingaskipti um fjárhagsreikninga. Hins vegar er CRS yfirgripsmeiri. Á meðan FATCA miðast einungis við bandaríska einstaklinga, gerir CRS kröfu um að tilkynnt sé um íbúa „landa sem taka þátt í CRS“.

  Hvaða áhrif hefur FATCA?

  Á hverju ári þurfa fjármálastofnanir eins og myPOS að deila upplýsingum um fjármálareikninga bandarískra einstaklinga.

  Var þessi grein gagnleg?

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Sendu okkur ábendingar

Hafðu samband við okkur
Cookie

Veldu kökustillingu

2-3