Algengar spurningar

 • Leiðsögn fyrir myPOS App

  Opnaðu myPOS App appið og skráðu þig inn með tölvupóstfanginu og fjögurra stafa lykilkóðanum sem valinn var þegar appið var sett upp.

  Heimaskjárinn sýnir þrjá flýtitakka:

  1. Senda peninga - leyfir bankafærslur og peningasendingar til annarra myPOS notenda; söluaðilinn getur valið af hvaða bankareikning peningarnir fara
  2. MO/TO Virtual Terminal - ef þjónustan hefur verið virkjuð, þá leyfir hún söfnun MO/TO greiðslna og býr til stafræna kvittun. Ef þjónustan er ekki virk er til umsóknareyðublað til að óska eftir virkjun
  3. Senda greiðslubeiðni - leyfir sendingu greiðslubeiðna í tölvupóstfang eða farsíma

  Undir tökkunum er samantekinn listi af reikningsfærslum fyrir rafeyrisreikningana í öllum gjaldmiðlum. Héðan getur söluaðilinn leitað að sérstakri færslu og skoðað upplýsingar um færsluna. Það er einnig möguleiki á að endursenda stafræna kvittun fyrir greiðslur.

  Efra vinstra hornið gefur aðgang að myPOS valmyndinni. Eftirfarandi valmöguleikar í valmynd eru í boði:

  • Áfylling fyrir farsíma - stimplaðu inn símanúmer og fylltu á inneignina
  • Tæki - Skoðaðu öll tæki sem tengd eru við myPOS reikninginn og einnig viðbótarupplýsingar um hvert tæki:
   • færslur sem gerðar eru með tækinu - listi yfir færslur með möguleika á að velja hverja færslu eða meiri upplýsingar
   • í viðbótarvalmyndinni Upplýsingar - upplýsingar um tækið og eiginleikar, einnig færslugjöld sem tengjast tækinu
   • í viðbótarvalmyndinni Stillingar - möguleiki til að læsa eða virkja tækið
  • Kort - sjá öll kort sem tengd eru við myPOS reikninginn. Fyrir hvert kort eru viðbótarupplýsingar um:
   • færslur sem gerðar eru með kortinu - listi yfir færslur með möguleika á að velja hverja færslu eða meiri upplýsingar
   • allar upplýsingar um kortið - sýnilegt með því að smella á kortið
   • í viðbótarvalmyndinni Tilkynningar - núverandi tilkynningar fyrir kortið og möguleiki á að breyta þeim
   • í viðbótarvalmyndinni Stillingar - möguleikinn á að virkja eða óvirkja kortið og eins að skoða og stilla eyðslumörkin
  • Reikningar - lesborð sem sýnir núgildandi stöðu fyrir hvern reikning sem tengdur er við myPOS reikninginn
   • Veldu reikning til að skoða upplýsingar hans, stillingar og fjármagnsupplýsingar
   • Reikningsfærslur möguleikinn leyfir færslur á milli reikninga
  • Virkni - leyfir söluaðilanum að skoða virkni alls myPOS reikningsins. Upplýsingunum er skipt niður í flokka (Greiðslubeiðnir; Tæki; Netviðskipti; Forheimildir og Áfylling) og innan hvers flokks eru síur og leitarmöguleitar
  • Tilkynningar - skoðaðu og/eða breyttu núverandi tilkynningum og veldu á milli Push-skilaboða, textaskilaboða eða tilkynninga með tölvupósti
  • Stillingar - lykilkóði og lagaðu sjónrænar stillingar
  • Um - telur upp viðeigandi lagaskjöl

  Var þessi grein gagnleg?

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Sendu okkur ábendingar

Hafðu samband við okkur
Cookie

Veldu kökustillingu

2-3