Algengar spurningar

 • myPOS Online greiðsluaðferðir - taktu við greiðslum á netinu, í síma, með tölvupósti eða textaskilaboðum

  myPOS Online greiðsluaðferðir er safn af gagnlegum þjónustum sem gera greiðsluvinnslu fislétta og auka um leið greiðslurásir þínar og tekjur.

  Hér er nasasjón af því sem við höfum í boði fyrir þig:

  myPOS Online
  Byrjaðu rafviðskiptin þín með myPOS Online, þér að kostnaðarlausu! Með myPOS reikningum þínum getur þú byrjað að selja á netinu með nokkrum smellum. Þú velur heiti á netverslunina þína og velur þér sniðmát úr úrvali af tilbúnum sniðmátum fyrir netverslanir. myPOS sér um allt frá hýsingu og greiðslur til öruggrar afgreiðslu og sendingar. Þú getur boðið viðskiptavinum þínum upp á allar greiðsluaðferðir og sendingarleiðir og stjórnað vörum þínan hvaðan sem er. Þú forðast falinn kostnað og borgar aðeins þegar þú selur vöru!

  Greiðslugátt
  myPOS greiðslugáttin gerir þér kleift að taka við kortagreiðslum á öruggan máta, af hvaða vefsíðu og farsímaappi sem er og er netútgáfa af greiðslukortavél fyrir hvers kyns vefsíður. Auðvelt er að samþætta greiðslugáttina. Hún gerir þér einnig kleift að fylgjast með færslum þínum á netinu og gera skýrslur í rauntíma.

  Körfuviðbætur
  Taktu við öllum greiðslum á netviðskiptasíðu þinni með körfuviðbótum okkar sem tilbúnar eru til uppsetningar. Þú finnur einfaldlega þá viðbót sem þér hentar og setur hana upp! Eins og er styðjum við WooCommerce, Magento, Magento 2, OpenCart, X-Cart, PrestaShop, osCommerce, Zen Cart og CloudCart. Hafðu engar áhyggjur ef þú sérð ekki þína viðbót - við erum alltaf að bæta við nýjum viðbótum eftir ábendingum þínum!

  Virtual Terminal
  Með myPOS Virtual Terminal getur þú breytt tölvunni þinni, snjallsímanum eða spjaldtölvu í greiðslukortavél og tekið við fjargreiðslum í gegnum síma eða tölvupóst. Viðskiptavinir þínir geta einfaldlega hringt í þig með greiðslukortaupplýsingar sínar og borgað þér - engin þörf er á flókinni samþættingu eða viðbótarvél- eða hugbúnaði.

  PayButton
  myPOS PayButton gerir viðskiptavinum þínum kleift að ganga hratt og örugglega frá pöntun og engin þörf er á flókinni samþættingu. Settu bara upp verð og stærð hnappsins, sláðu inn þær upplýsingar sem þú vilt fá frá viðskiptavinum þínum, afritaðu HTML kóðann og límdu hann inn í vefritilinn þinn. Það er svona einfalt! Ef þú hefur einhverja þekkingu á HTML og CSS getur þú sérsniðið útlit hnappsins. Með því að ýta á hnappinn fara viðskiptavinir þínir á örugga lendingarsíðu fyrir greiðslugátt til að klára greiðsluferlið.

  PayLink
  Njóttu frelsisins sem myPOS PayLink veitir þér! Með honum þarftu ekki að vera með netverslun eða vefsíðu til að taka við greiðslum á netinu. Það eina sem þú þarft að gera er að framkalla greiðsluhlekk með lýsingu, gjaldmiðli og gildistíma og senda viðskiptavinum hann ásamt tilboði eða reikningi. Þegar þeir opna hlekkinn fara þeir á örugga greiðslugátt, slá inn kortaupplýsingar sínar og klára greiðsluferlið.

  Greiðslubeiðni
  myPOS greiðslubeiðni gerir þér kleift að biðja um greiðslu frá viðskiptavinum um allan heim. Þú framkallar einfaldlega og sendir greiðslubeiðni þína til viðskiptavina með tölvupósti eða textaskilaboðum úr myPOS reikningi þínum, myPOS appinu eða posanum þínum. Að auki býður myPOS upp á ítarlega skýrslugerð á greiðslubeiðnir þínar með upplýsingar um hvort viðskiptavinurinn hafi séð beiðnina og hvort hann hafi reynt að greiða. Viðskiptavinir fara á örugga greiðslugáttarsíðu þar sem þeir geta klárað greiðsluferlið. Greiðslubeiðnir eru taldar vera framtíð MO/TO greiðsla þar sem þær eru öruggari og minnka hættuna á endurkröfudeilum.

  Almenn kröfulýsing fyrir vefsíður sem vilja samþætta myPOS netgreiðslulausnir.

  Hafðu í huga að til þess að geta notað netgreiðsluþjónustu okkar verður þú að uppfylla eftirfarandi kröfur:

  • Nafn og heimilisfang söluaðila þarf að vera vel sýnilegt á vefsíðunni.
  • Tölvupóstfang til að hafa samband við söluaðilann og/eða þjónustusímanúmer (helst tollfrjálst númer) ætti að vera sýnilegt á vefsíðunni

  Þú verður að taka eftirfarandi vel fram:

  • Sendingaraðferð og -tíma
  • Endurgreiðslu- og skilastefnu
  • Afturköllunarstefnu
  • Friðhelgisstefnu (leyfileg notkun á neytendaupplýsingum)
  • Vörur og þjónustur í boði ættu að vera skilmerkilega settar fram til að forðast villandi innihald
  • Heildarkostnað, þ.á.m. ættu sendingarkostnaður, meðhöndlun og viðeigandi skattar að vera korthafanum ljós
  • Færslugjaldmiðillinn ætti að vera vel sýnilegur
  • Lengd reynslutímans, ef við á, þ.á.m. skilmerkileg skýring á því að korthafi verður skuldfærður nema korthafi hafni beinlíns skuldfærslunni

  Sýndu viðskiptavinunum að þú takir við kortum

  Þegar allt er til reiðu getur þú beint athygli að því að þú takir við kortum með forprentuðum kortakerfamerkjum. Þú getur sett þá á vörusíðurnar þínar, síðufót eða hvar sem þú vilt. Sæktu forprentað myndmerkjasett hér.

  Var þessi grein gagnleg?

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Sendu okkur ábendingar

Hafðu samband við okkur
Cookie

Veldu kökustillingu

2-3