Algengar spurningar

 • Að opna myPOS reikning

  1. Er fyrirtæki mitt ákjósanlegt fyrir myPOS reikning?

  myPOS reikningar eru í boði fyrir lögleg fyrirtæki sem skráð eru og starfa í ESB (Evrópusambandinu)/ EES (ESB og Ísland, Noregur og Liechtenstein), Bretland og Sviss. Þú getur séð heildarlista yfir lönd á nýskráningarsíðunni. Fyrirtækið sem sækir um má einnig vera í eigu eða stjórnað af þegnum annarra landa.

  Við styðjum einyrkja, sjálfstætt starfandi, verktaka, einkahlutafélög, fyrirtæki í ríkiseigu, samstarf (og eins jafngildum hugtökum í Evrópu). Til eru nokkrir geirar sem við styðjum ekki við eins og er, til dæmis krossgengisbraskarar, vopnasöluaðilar, óeftirlitsskyldar góðgerðarstofnanir, fyrirtæki með handhafahlutabréf og aðrir. Vinsamlega skoðið samþykktarstefnu okkar í lagalegum málum hér.

  2. Hvernig opna ég myPOS reikning?

  Það er auðvelt að opna myPOS reikning og hægt er að gera það í hægindum á netinu af fartölvunni, símanum eða spjaldtölvunni. Þú smellir einfaldlega á nýskráningarhnappinn, sem sýnilegur er á myPOS vefsíðunni eða farsímaappinu, og fylgir leiðbeiningunum. Hér eru þær upplýsingar sem þú þarft að fylla út þegar þú skráir þig:

  • Innskráningarupplýsingar - þær upplýsingar sem þú munt nota til að skrá þig inn á myPOS reikninginn, haltu þeim leyndum
   • Tölvupóstfang sem þú notar til að skrá þig inn
   • Lykilorð - þarf að innihalda a.m.k. 8 stafi, lág- og hástaf og tákn
   • Farsímanúmer - fyrir örugg samskipti og í auðkenningarskyni
  • Persónuupplýsingar þínar - Nafn, eftirnafn, fæðingardag, ríkisfang og fæðingarstað
  • Fyrirtækjaupplýsingar - almennar upplýsingar um starfsemina, heimilisfang, fyrirtækjanúmer og nafn
   • Rekstrarform fyrirtækis þíns - samkvæmt fyrirtækjalögum
   • Stjórnandaupplýsingar - ef þú ert ekki stjórnandi og ert prókúruhafi skaltu vinsamlega gefa okkur skjal sem staðfestir stöðu þína, eins og umboðsveitingu.
  • Viðbótarupplýsingar
   • hvað þú ætlar að nota myPOS fyrir, hver þín aðaltekjulind er, hvað þú spáir mikilli ársveltu, hver er meðalfærsluupphæðin sem þú væntir, hvort þú rekir einhverjar vefsíður eða hafir aðra viðveru á netinu, eins og á samfélagsmiðlum eða öðrum netskrám.
   • Fylla þarf út tilvísunarkassann ef nýskráningin er gerð ásamt myPOS dreifingaraðila eða ef þú keyptir myPOS tæki þitt af myPOS dreifingaraðila.

  Þegar þú samþykkir almenna skilmála neðst á síðunni skaltu staðfesta að þú hafir lagaheimild til að opna reikning fyrir hönd fyrirtækisins og staðfesta að upplýsingar sem veittar eru séu réttar og sannar. Þá verður fjögurra stafa kóði sendur á farsímanúmerið með textaskilaboðum til þess að staðfesta símanúmerið. Kóðann þarf að slá inn í „Sláðu inn staðfestingarkóðann“ kassann. Yfirleitt er kóðinn móttekinn innan einnar mínútu frá því að hakað var í kassann.

  Þegar þú hefur lokið við að fylla inn umsóknareyðublaðið færðu staðfestingu með tölvupósti á póstfangið sem gefið var upp. Fylgdu hlekknum í tölvupóstinum til að staðfesta póstfangið. Næsta skref - stutt auðkenningarferli á netinu til að staðfesta auðkenni þitt.

  3. Hvaða upplýsingar þarf ég að veita til að klára skráninguna mína fyrir reikning?

  Einyrkjar, sjálfstætt starfandi og svipaðir reikningshafar

  Sem fjármálastofnun þurfum við að staðfesta að þú sért sá eða sú sem þú segist vera í umsókninni áður en við getum opnað reikning fyrir þig. Af hverju? Það er einfalt - Þetta er krafa samkvæmt reglum (4. tilskipun ESB um baráttu gegn peningaþvætti og 5. tilvísun ESB um baráttu gegn peningaþvætti) og gerir myPOS kleift að vera öruggur staður sem er laus við svindlara, peningaþvætti og svo framvegis.

  Svo ef þú vilt nota myPOS þjónustuna er það fyrsta sem þú þarft að gera eftir að þú skráir þig fyrir ókeypis reikning er að standast auðkennisskoðunina, sem þýðir að þú þarft að:

  • Fara í gegnum stutt auðkenningarferli á netinu og sýna nafnskírteini eða vegabréf með mynd af þér (við tökum ekki við ökuskírteini einu og sér)
  • Ef heimilisfangið þitt er ekki á skírteininu eða vegabréfinu þarftu að senda okkur sönnun fyrir heimilisfangi þínu (skoðaðu næstu spurningu um listann með viðurkenndum skjölum)

  Fyrirtæki, félög og aðrir lögaðilar

  Sem fjármálastofnun verðum við að staðfesta auðkenni stjórnenda, einstaklinga sem hafa heimild til að opna reikninginn og gera færslur (undirritunaraðilar) og einstaklingar sem eiga eða stjórna meira en 25% af fyrirtækinu (eiginlegir rétthafar) áður en við getum opnað reikninginn eða leyft færslur. Af hverju? Það er einfalt - Þetta er krafa samkvæmt reglum (4. tilskipun ESB um baráttu gegn peningaþvætti og 5. tilvísun ESB um baráttu gegn peningaþvætti) og gerir myPOS kleift að vera öruggur staður sem er laus við svindlara, peningaþvætti og svo framvegis.

  Svo ef þú vilt sækja um myPOS reikning fyrir fyrirtæki þitt og nota myPOS þjónustuna er eitt það fyrsta sem þú þarft að gera eftir að þú skráir þig fyrir ókeypis reikning er að standast auðkennisskoðun fyrir þig og fyrirtæki þitt. Það þýðir að annað hvort stjórnandi/eigandi fyrirtækisins eða einstaklingur sem hefur heimild frá stjórnandanum mun þurfa að:

  • Fara í gegnum stutt auðkenningarferli á netinu og sýna nafnskírteini eða vegabréf með mynd af þér (við tökum ekki við ökuskírteini einu og sér) og
  • Þú þarft að senda okkur sönnun um heimilisfang (skoðaðu næstu spurningu um listann með viðurkenndum skjölum)

  4. Hvaða skjöl með sönnun um heimilisfang eru viðunandi?

  Lög um baráttu gegn peningaþvætti krefja okkur um að staðfesta heimilisfang eftirfarandi einstaklinga:

  • Einyrkjar, sjálfstætt starfandi - heimilisfangið þitt
  • Fyrirtæki: heimilisfang einstaklinga sem hafa heimild til að opna reikning og gera færslur, stjórnendur, fyrirtækið sjálft og eiginlegir rétthafar, sem eiga eða stjórna meira en 25% í fyrirtækinu

  Við tökum við einu af eftirfarandi skjalagerðum með sönnun um heimilisfang:

  • Afrit af ökuskírteini ef fullt heimilisfang er á því
  • Nýlegur orkureikningur (reikningur fyrir gas/rafmagn/vatn eða hvers kyns opinbera orkuþjónustu, ætti ekki að vera eldri en þriggja mánaða)
  • Landlínusími, internet og sjónvarpsreikningur (ekki er tekið við farsímareikningum)
  • Skjöl sem gefin eru út af skattayfirvöldum, svo sem beiðni um skattaskráningu, skattaskráning, skattaskírteini eða svipað
  • Skjöl frá tryggingafélagi (tryggingakort, -skírteini eða svipað)
  • Yfirlit frá banka
  • Kreditkortayfirlit
  • Sjúkrareikningur (fyrir spítalainnlögn)
  • Leigusamningur
  • Leigusamningur fyrir bíl
  • Grænt kort fyrir skráningu á bíl
  • Bréf frá sveitarfélaginu eða annarri ríkisstofnun
  • Hvers kyns önnur skjöl sem gefin eru út af sjálfstæðum og áreiðanlegum uppruna og hafa fullt heimilisfang þitt á þeim

  5. Hvernig fer ég í gegnum auðkenningarferlið?

  Til að auðvelda þér ferlið hefur myPOS einfaldað auðkenningu söluaðila, sem þarf nú aðeins að fara í gegnum fljótlegt ferli á netinu. Til að klára það þarftu að hafa gilt vegabréf eða nafnskírteini með mynd við höndina. Hafðu í huga að þú þarft að sýna vegabréfið þitt eða skírteinið - afrit af skjölunum gilda ekki.

  Hér er stutt yfirlit yfir auðkenningarferlið:

  • Tölvupóstur er sendur á tölvupóstfangið sem gefið er upp þegar sótt er um myPOS reikning, opnaðu tölvupóstinn og smelltu á hlekkinn til að staðfesta tölvupóstfangið þitt
  • Sæktu og settu upp myPOS farsímaappið á snjallsímann þinn
  • Ef þú ert ekki með myPOS reikning skaltu ýta á „Nýskráning“, ef þú ert með reikning skaltu smella á „Innskráning“ og slá inn upplýsingarnar þínar
  • Hafðu við höndina nafnskírteinið þitt eða vegabréf með mynd af þér (við tökum ekki við ökuskírteini sem skilríki, hægt er að reiða það fram sem viðbótarskjal fyrir auðkenningu) og ýttu á „Næst“
  • Gakktu úr skugga um að þú sért ein/einn og að þú hafir aðgang að áreiðanlegri þráðlausri eða gagnatengingu.
  • Byrjaðu netauðkenningarferlið. Þetta skref er mjög einfalt og auðvelt þar sem þetta er í raun sjálfsauðkenning sem þú gerir á eigin spýtur.

  Sjálfsauðkenning

  Hér eru skrefin:

  • Fyrst færðu beiðni um að velja ríkisfang og gerð skilríkja.
  • Appið mun biðja þig um að veita því aðgang að landafræðilegri staðsetningu þinni.
  • Þú getur nú hafist handa!
  • Þegar þú smellir á „Halda áfram“ mun appið biðja þig um aðgang að hljóðnema og myndavél.
  • Sjálfsauðkenningarferlið hefst á mynd af auðkenningarskjalinu sem þú valdir. Þú þarft að stilla skjalið innan rammans á skjánum, fyrst framhliðina og síðan bakhliðina. Þegar því er lokið mun síminn taka sjálfkrafa mynd af skjalinu. Athugaðu að myndin og allir hlutar skjalsins verða að vera vel sýnileg.
  • Þú getur tekið aðra mynd ef einhverjir hlutar myndarinnar eru óskýrir.
  • Næsta skref er að taka sjálfsmynd. Beðið verður um að þú setjir höfuðið innan hringsins á skjánum. Athugaðu að annað fólk ætti ekki að sjást í bakgrunninum. Þú færð einnig skriflegar leiðbeiningar ef þú þarft að færa höfuðið nær eða fjær skjánum til að taka sjálfsmynd, eða hvort þörf er á meiri lýsingu.
  • Skjár mun birtast sem hleður skjölunum þínum upp í kerfið. Ef uppfærslan tekst ekki meðan á þessu ferli stendur þarftu að fara aftur í gegnum sjálfsauðkenningarferlið.
  • Á lokaskjánum færðu tilkynningu um að verið sé að vinna úr skjölunum þínum og að þú munir fá tilkynningu þegar starfsfólk okkar er tilbúið.
  • Ef þörf er á sönnun á heimilisfangi færðu tölvupóst, tilkynningu og skilaboð í tilkynningahlutann á reikningnum þínum.
  • Vinsamlega athugaðu að við gætum beðið um viðbótarskjöl til þess að auðkenna fyrirtæki þitt og að fara í gegnum auðkenningu á söluaðila. Ef okkur vantar frekari upplýsingar eða gögn frá þér látum við þig vita innan 2-3 virkra daga.
  • Það er svona einfalt! Velkomin/n í myPOS fjölskylduna!

  Ef ekki er hægt að gera sjálfsauðkenningu vegna tæknilegra eða annarra ástæðna bjóðum við upp á aðra leið - auðkenningu með myndspjalli.

  Hér eru skrefin:

  • Þú færð samband við myPOS fulltrúa sem mun leiða þig í gegnum auðkenningarferlið.
  • Starfsmaðurinn mun biðja þig um að taka mynd af andlitinu þínu og auðkennisskjali.
  • Meðan á símtalinu stendur færðu einnig textaskilaboð á símann þinn með kóða. Láttu starfsmanninn vita þegar þú færð skilaboðin og lestu kóðann upp.
  • Starfsmaðurinn lætur þig vita ef þú kemst farsællega í gegnum auðkenninguna. Síðasta skrefið í ferlinu er að starfsfólk okkar skoðar skjölin sem þú veittir og mun hafa samband við þig innan 48 virkra klukkustunda.
  • Vinsamlega athugaðu að við gætum beðið um viðbótarskjöl til þess að auðkenna fyrirtæki þitt og að fara í gegnum auðkenningu á söluaðila. Ef okkur vantar frekari upplýsingar eða gögn frá þér látum við þig vita innan 2-3 virkra daga.
  • Það er svona einfalt! Velkomin/n í myPOS fjölskylduna!

  6. Hvernig fer ég í gegnum auðkenningarferli söluaðila?

  Til að fara í gegnum auðkenningarferli fyrir söluaðila og virkja alla eiginleika myPOS reikningsins muntu fá tölvupóst með almennum upplýsingum um ferlið, og eins lista yfir öll umbeðin skjöl.

  Skjölin gætu verið mismunandi eftir svæðisbundnum lögum og reglum, rekstrarformi og starfsemi fyrirtækis þíns. Nokkur dæmi um umbeðin skjöl eru:

  • Sönnun um skráð heimilisfang fyrirtækisins (t.d. bankayfirlit, stofnskjal, ársskýrsla, embættisbréf eða svipað)
  • Sönnun um rekstrarheimilisfang (t.d. bankayfirlit, stofnskjal, ársskýrsla, embættisbréf eða svipað)
  • Sönnun um eðli fyrirtækis þíns (t.d. reikningar og skýr og ítarleg lýsing á starfsemi fyrirtækis þíns, með viðeigandi vefkrækjum eða svipað)
  • Sönnun um samsetningu stjórnanda eða stjórnenda (t.d. afrit af skilríkjum eða vegabréfum stjórnenda, ársskýrsla, samþykktir eða svipað)
  • Sönnun um hluthafa - skjöl um eiginlega rétthafa, einstaklinga sem eiga eða stjórna meira en 25% af fyrirtækinu (eiginlegir rétthafar, afrit af skilríkjum eða vegabréfum og sönnun um heimilisfang, ef heimilisfangið kemur ekki fram á skilríkjunum eða vegabréfinu)

  Þegar þú hefur tekið saman öll umbeðin skjöl þarftu að hlaða þeim upp á myPOS fyrirtækjareikning þinn til skoðunar. Venjulega tekur auðkenningarferlið fyrir söluaðila tvo virka sólarhringa, hins vegar gæti það tekið lengri tíma í sumum tilfellum vegna þess að þörf er á viðbótarskjölum eða ítarlegri skoðun á þegar veittum skjölum.

  Í mörgum Evrópulöndum eru fyrirtæki staðfest af lögbókanda. Ef svo er raunin með fyrirtæki þitt skaltu vinsamlega senda okkur afrit af stofnskjalinu með stimpli frá lögbókanda til að hraða samþykkt umsóknar þinnar.

  Í sumum löndum getum við fengið upplýsingar um fyrirtækið, stjórnendur og fyrirtækjaeigendur í verslunarskrá. Hins vegar eru enn til lönd í Evrópu þar sem verslunarskrá gefur ekki upp þær upplýsingar sem þarf og í þeim löndum þurfum við að biðja um skjöl um fyrirtækið, stjórnendur og fyrirtækjaeigendur áður en við opnum reikninginn.

  7. Get ég notað myPOS vettvanginn á meðan ég bíð eftir að skjölin mín eru staðfest?

  Já. Þú getur notað reikning þinn til að virkja myPOS posann þinn. Hins vegar getur þú ekki gert eða tekið á móti greiðslum áður en þú kemst farsællega í gegnum auðkenningarferlið vegna öryggis og reglufylgniástæðna.

  8. Hvers vegna tekur lengri tíma að skoða suma reikninga en aðra?

  Stundum tekur staðfestingarferlið lengri tíma. Þetta gerist venjulega ef það þarf að gera viðbótarskoðun á auðkenni þínu eða fyrirtækis þíns, þörf eru á uppfærðum skilríkjum til auðkenningar, biðja þarf um viðbótarskjöl í tengslum við reglufylgni, eða svipað.

  9. Hvað er eiginlegur rétthafi (e. UBO) og hvers vegna þurfum við upplýsingar um eigendur fyrirtækisins?

  Eiginlegur rétthafi (á ensku UBO eða Ultimate Beneficial Owner) er einstaklingurinn sem raunverulega á (beint eða óbeint) eða stjórnar fyrirtækinu.

  Við þurfum að athuga auðkenni hvers eiginlegs rétthafar fyrirtækisins, sem á eða stjórnar meira en 25% í fyrirtækinu (eiginlegir rétthafar, afrit af skilríkjum eða vegabréfi og sönnun um heimilisfang, ef heimilisfangið kemur ekki fram á skilríkjunum eða vegabréfinu)

  Af hverju? Það er einfalt - Þetta er krafa samkvæmt reglum og gerir myPOS kleift að vera öruggur staður sem er laus við svindlara, peningaþvætti og svo framvegis.

  Svo ef þú vilt sækja um myPOS reikning fyrir fyrirtækið þitt og nota myPOS þjónustuna er eitt af því sem þú þarft að gera eftir auðkenningu á netinu er að gefa okkur afrit af skilríkjum eða vegabréfi með mynd af hverjum eiginlegum rétthafa fyrirtækisins, sem á eða stjórnar meira en 25% í fyrirtækinu (við tökum ekki við ökuskírteini sem skilríkjum, hægt er að reiða það fram sem viðbótarskjal fyrir auðkenningu).

  Í sumum tilfellum, eftir áhættustigi og þar sem heimilisfang eiganda fyrirtækisins er ekki á skilríkjum eða vegabréfi og við sjáum hvergi fullt heimilisfang í öðrum skjölum frá sjálfstæðum aðila, eins og viðskiptaskrá, gætum við beðið um sönnun á heimilisfangi eiginlegs rétthafa fyrirtækisins, sem á eða stjórnar meira en 25% í fyrirtækinu. Lista yfir viðurkennd skjöl má finna hér.

  10. Hvað er yfirlýsing eiginlegs rétthafa?

  Lög um baráttu gegn peningaþvætti krefjast þess að við tökum yfirlýsingu eiginlegs rétthafa af einstaklingnum sem sækir um myPOS reikning fyrir fyrirtækið þar sem lýst er yfir eiginlegum rétthafa fyrirtækisins, sem á eða stjórnar meira en 25% í fyrirtækinu. Við skiljum að það gæti verið erfitt fyrir þig að fylla þessa yfirlýsingu út og því mun starfsfólk okkar aðstoða þig við þessa yfirlýsingu með ánægju. Hafðu bara samband við okkur í helpdesk@mypos.com

  Var þessi grein gagnleg?

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Þakka þér fyrir ábendingarnar!

  Sendu okkur ábendingar

Hafðu samband við okkur
Cookie

Veldu kökustillingu

2-3