myPOS Go

Fyrirferðarlítill posi

29.00 EUR

15.00 EUR

(Verð án VSK)

Tilboðið gildir til 03.06.2022

 • Passar í vasann, léttur, harðger
 • Stafrænar kvittanir með sms-i eða tölvupósti
 • 3G/4G - Ókeypis gagnasímkort
 • 0.00 EUR
  Mánaðargjöld
 • 1.69% + 0.05 EUR
  Færslugjald
 • Án
  Leigusamningur
 • 1 ár
  Ókeypis ábyrgð
 • 30 dagar
  Endurgreiðslutrygging

Lítill, léttur og glettilega gagnlegur á þægilegu verði!

myPOS Go er fyrirferðarlítill, fjölvirkur og á hagstæðu verði. Hann er lítill og færanlegur og hentar hvers kyns litlum fyrirtækjum. Hann tekur við snertilausum og fjargreiðslum, og eins örgjörvi og PIN-númer og kortum með segulrönd.

Þetta tæki er umhverfisvænt - þarfnast engra fylgihluta og notar ekki pappírsprentara. Í staðinn gefur það út rafrænar kvittanir sem hægt er að senda viðskiptavinum með tölvupósti eða textaskilaboðum. Posinn er alltaf þráðlaust tengdur með 3G/4G, sem gerir Go að áreiðanlegum valkosti fyrir næstum hvaða fyrirtæki sem er.

myPOS Go er fyrir söluaðila sem vilja færanlegan posa sem passar í vasann, er á viðráðanlegu verði og inniheldur mikla virðisaukandi þjónustu. Að auki fara kredit- og debetkortagreiðslur sem fara í gegnum myPOS Go beint inn á myPOS fyrirtækjareikning þinn, en hann er í mörgum gjaldmiðlum og er ókeypis.

Stillingin fyrir marga notendur og þjórfé hjálpar þér að fylgjast með frammistöðu starfsmanna og þjórfjárskýrslum þegar fyrirtæki þitt tekur að vaxa. Vertu viss um að þú sért að taka bestu ákvörðunina fyrir fyrirtæki þitt, berðu saman verð myPOS Go og eiginleika við aðrar færanlegar kreditkortavélar sem fást í netverslun okkar.

Þetta litla tæki myndi henta þér vel ef þú ert leigubílstjóri eða vinnur í geira þar sem þú ert mikið á ferðinni - eins og í ferðasölu.

Nýttu þér samkeppnishæft verðið og veldu hinn færanlega myPOS Go sem kredit- og debetkortalesara fyrir þig. Þú færð einnig virðisaukandi þjónustu sem hjálpar litlu fyrirtæki þínu að vaxa.

Besta alhliða lausnin

Taktu á móti framtíð kortagreiðslna. Engin mánaðar- eða ársgjöld eða uppsetningargjöld til að taka við greiðslum á netinu.

myPOS tæki þínu fylgja margir ávinningar, eins og:

 • Ókeypis rafeyrisreikningur fyrir fyrirtæki með sérstökum IBAN-númerum í 14 gjaldmiðlum
 • Tafarlaust aðgengi að fjármagni
 • Ókeypis aðgangur að myPOS farsímaappinu, fáanlegt fyrir Android og iOS
 • Viðskiptakort frá VISA sem veitir þér tafarlausan aðgang að fjármagni og fulla stjórn á útgjöldum fyrirtækis þíns og einstaklingsbundin eyðslumörk
myPOS búnaður - þráðlaus kortalesari

Það sem viðskiptavinir okkar segja

Svetlana Petrova, eigandi Beauty Studio Addict

Í byrjun rekstursins voru ekki margir viðskiptavinir sem vildu greiða með korti. Með tímanum fóru fleiri að biðja um það svo við fórum að leita að lausn og fundum myPOS! Uppáhaldseiginleikinn minn er að tækið er færanlegt og ég get einfaldlega sett það í vasann og farið með það hvert sem er. Mér finnst frábært að það séu engin mánaðargjöld og farsímaappið er afar þægilegt. Ég mæli með myPOS við alla sem starfa í þessum geira þar sem ég myndi aldrei skipta því út fyrir eitthvað annað!

Af hverju að velja myPOS Go?

Umhverfisvænn og pappírslaus

Umhverfisvænn og pappírslaus

Snertilausar, Flögu&PIN og segulrandagreiðslur

Snertilausar, Flögu&PIN og segulrandagreiðslur

Öflug rafhlaða

Öflug rafhlaða

Litaskjár

Litaskjár

Sterkleg en létt umgjörð

Sterkleg en létt umgjörð

Endingargott lyklaborð

Endingargott lyklaborð

Áfylling_icon

Áfylling

Auktu tekjurnar með því að hlaða fyrirframgreidda síma og þjónustu beint frá posanum þínum

Greiðslubeiðni_icon

Greiðslubeiðni

Sendu greiðslubeiðnir um allan heim og fáðu greitt á fljótlegan hátt

Fyrirfram heimild_icon

Fyrirfram heimild

Vertu viss um að fá greitt og verndaðu fyrirtækið þitt til lengri tíma

Að gefa þjórfé_icon

Að gefa þjórfé

Kynntu viðskiptavinum þínum fyrir þjórfé í gegnum posa og leyfðu þeim að verðlauna starfsfólk þitt

Fjölnotendastilling_icon

Fjölnotendastilling

Fylgstu með hverjum og einum starfsmanni og skiptu þjórfé á milli án mikillar fyrirhafnar

Private Label GiftCards kort_icon

Private Label GiftCards kort

Hvettu viðskiptavini til að kaupa kort fyrir hvers kyns tækifæri og breyttu vörum þínum í öflug markaðstól

Mál (L B H)

138mm x 68mm x 20mm

Þyngd

175g (Battery Included)

Skjár

2.4“ TFT 320 x 240 Color Screen Touchscreen, E-signature Supported

Rafhlaða

3.7V, 1500mAh

Inntak

100-240V, 50-60HZ, 0.3A

Úttak

5V/1A

Kortalesarar

Magstripe Cards : Track 1/2/3, Bi-Directional Smart ; Cards : EMVL1 & L2 Certified ; Contactless Cards : ISO/IEC 14443 TYPE A&B, Mifare, NF

Örgjörvi

Arm Cortex-A7 1.3GHz

Stýrikerfi

LINUX

Minni

256MB Flash+256MB RAM

Lyklaborð

10 tölulegir takkar, 9 aðgerðatakkar

Úttengi

1 x USB Type-C ; 2 x SIM, 1 x SAM

Hljóð

Hljóðgjafi

Umhverfismál

Operating Temperature : -10°C to 40°C; Storage Temperature : -20°C to 70°C; Relative Humidity : 5% to 95%(Non-Condensing)

Vottorð

PCI PTS 5.x, EMV L1 & L2, Paypass, PayWave, Amex, JCB, Discover, TQM, CE, ROSH

Fylgihlutir

Charging Dock (Optional)

Algengar spurningar

 • Sv: Virkar myPOS Go utan nets?

  Sp: Til þess að taka við greiðslum þarf tækið alltaf að vera nettengt með 3G/4G í gegnum gagnakortið sem fylgir foruppsett með tækinu.

 • Sv: Hvernig gef ég viðskiptavini kvittun með pappírslausum posa?

  Sp: Þetta kallast „rafrænar kvittanir“. Viðskiptavinurinn fær þær sendar með tölvupósti eða textaskilaboðum með tækinu ef hann óskar eftir því. Þú slærð bara inn tölvupóstfang viðskiptavinarins eða símanúmer og sendir rafrænu kvittunina.

 • Sv: Hversu fljótt get ég séð hverja greiðslu á IBAN-númerinu mínu eftir kaup?

  Sp: Strax. Þessar greiðslur fara samstundis í gegn. Úrvinnsla tekur nokkrar sekúndur.

 • Sv: Get ég úthlutað greiðslum úr posanum á bankareikninginn minn?

  Sp: Þú þarft ekki að eiga bankareikning til að geta notað myPOS. Allar greiðslur eru gerðar samstundis upp á þínum eigin, fjölgjaldmiðla myPOS fyrirtækjareikningi. Seinna getur þú millifært upphæðirnar á hvaða bankareikning sem þú vilt eða notað viðskiptakortið frá VISA sem þú færð fyrir fyrirtækjaútgjöldin.

 • Sv: Styður myPOS Go Wi-Fi?

  Sp: Nei, en þú þarft ekki að hafa áhyggjur af tengjanleika þar sem tækinu fylgir foruppsett og ókeypis gagnasímkort. Ef þú þarft hins vegar posa með Wi-Fi skaltu skoða önnur tæki okkar, eins og myPOS Carbon, Combo o.s.frv.

 • Sv: Hvað er tækið lengi á leiðinni eftir að það hefur verið pantað?

  Sp: Tækin eru afhend í verslun okkar innan tveggja daga.

 • Sv: Hvað gerist ef posinn týnist eða ef honum er stolið? Getur einhver skaðað fyrirtæki minn með honum?

  Sp: Ef tækið týnist eða því er stolið skaltu hafa samband við okkur eins fljótt og auðið er. Eini skaðinn sem hægt er að gera er að framkalla ákveðinn fjölda af færslum á IBAN-númerið þitt, sem seinna gæti þurft að gjaldfæra til baka (endurgreiða). Fyrirtæki þitt þyrfti að greiða færslugjöldin og það er eini skaðinn ef tækið týnist eða því er stolið.

 • Sv: Hvernig tek ég við greiðslum frá viðskiptavinum með farsíma?

  Sp: Tækið notar NFC (e. Near Field Communication) til að taka við greiðslum. Hægt er að tengja öll kort og tæki (þ.á.m. farsíma með uppsettu rafrænu veski) fyrir greiðslur. Þú færir bara tækið með rafræna veskinu nær posanum.

Ertu klár í kaupin?

myPOS Go

29.00 EUR

15.00 EUR

(Verð án VSK)

2-3
Cookie

Veldu kökustillingu

Hafðu samband við okkur