Forsmekkurinn að nútímalegum greiðslum
Það hefur aldrei verið auðveldara að halda veltunni gangandi, hvort sem það er í litlum kaffihúsum eða stórum veitingastöðum.
Það hefur aldrei verið auðveldara að halda veltunni gangandi, hvort sem það er í litlum kaffihúsum eða stórum veitingastöðum.
Ókeypis SIM-kort fylgir með öllum myPOS-tækjum sem færir þér fulla 4G tengingu sama hvar fyrirtækið þitt er. Eða hvert sem það flytur!
Einstaklingsreikningarnir okkar gera mörgum starfsmönnum kleift að nota sama posa án vandræða.
Taktu við þjórfé stafrænt til að missa aldrei aftur af þakklætisvotti viðskiptavina.
Þegar viðskiptavinurinn greiðir þér berast peningarnir á reikninginn þinn á nokkrum sekúndum. Í rauntíma. Án aukakostnaðar. Allan sólarhringinn.
Gakktu í hópinn með öðrum fyrirtækjum sem njóta nú þegar forskots með myPOS.
Greiðslulausn gerð með þarfir veitingafyrirtækja í huga
Einföld, fáguð og sterkbyggð. Skoðaðu greiðslutækin okkar og veldu það sem hentar þínu veitingafyrirtæki best.
Höfum þetta einfalt. Engin viðbótargjöld eða óvænt smátt letur. Þú greiðir gjöld eingöngu eftir færslur.
Undir 1,500,000 kr
í mánaðarlegri kortaveltu
Borgaðu eftir því sem þú stækkar, fyrir smærri fyrirtæki eða byrjendur.
0 kr
Föst mánaðargjöld
Frá
1.69% + 50 kr
Á hverja færslu
Greiðsla að upphæð 10,000 kr þýðir að þú færð 9,781 kr á myPOS reikninginn þinn.
Yfir 1,500,000 kr
í mánaðarlegri kortaveltu
Fyrir fyrirtæki sem eru að vaxa, sjá um stærri færslur eða eru að fara inn á ný markaðssvæði.
Sérsniðið tilboð
Fáðu tilboð sem er sérsniðið að rekstrarþörfum þínum.
Athugaðu að færslugjaldið okkar samanstendur af prósentuhlutfalli af upphæð færslunnar sem er mismunandi á milli greiðslumáta, og vægu föstu gjaldi. Skoðaðu verðskrána okkar hér.
Með myPOS Glass-appinu geturðu tekið við greiðslum beint í símanum þínum frá snertilausu korti eða stafrænu veski.
Byrjaðu að selja á vefsvæðinu þínu, samfélagsmiðlum, í tölvupósti eða skilaboðaforritum eða búðu til ókeypis vefsvæði á myPOS-reikningnum þínum.
Spurningum þínum svarað
Þú getur búið til greiðsluhlekki með öllum tækjunum frá okkur. Til að búa til QR-greiðslukóða þarftu hins vegar að gera það frá myPOS-reikningnum þínum með utanaðkomandi tæki eða nota viðskiptaappið sem fæst með myPOS Pro-greiðslutækinu okkar. Í báðum tilfellum er þessi valkostur ókeypis og auðveldur í notkun.
Tækin okkar geta tekið við greiðslum með kreditkorti, debetkorti, stafrænu veski á borð við Samsung Pay, Google Pay, Apple Pay og fleira. Kortavélarnar okkar fyrir veitingafyrirtæki geta tekið við greiðslum með PIN-númeri, með því að strauja kort og með snertilausri staðfestingu. Þú getur líka nýtt þér aðrar greiðsluaðferðir eins og QR-kóða og greiðsluhlekki sem henta fyrir Tagg-greiðslur, valmyndargreiðslur eða fastar þjónustugreiðslur.
Það getur tekið allt að þrjá daga fyrir tækið að koma til þín. Á meðan þú bíður geturðu fyllt út eyðublaðið á netinu til að sækja um myPOS-reikning á innan við fimm mínútum og starfsfólk okkar hjálpar þér að setja allt upp. Eftir staðfestingu er hægt að taka strax við greiðslum. Þú getur alltaf haft samband við þjónustuver okkar ef þú ert óviss um ferlið. Við erum hér til að aðstoða þig!
Peningarnir verða millifærðir á reikninginn þinn á örfáum sekúndum! Tafarlausu greiðslurnar eru mikill kostur fyrir marga veitingastaðaeigendur sem þurfa að nota fjármagn sitt í reksturinn daglega. Við erum líka með þjórfjáreiginleika og val um marga reikninga sem mörg fyrirtæki nota til að veita hraða og hnökralausa þjónustu.
Ef þú tekur við kortagreiðslum að upphæð yfir 1,500,000 kr í hverjum mánuði getum við gefið þér sérstakt verð á gjaldskránni og posum.