Ókeypis viðskiptareikningur fyrir rauntímaaðgang að fjármagni

Stjórnaðu sölunni, kortavélum og greiðslukortum á ferðinni, allan sólarhringinn

myPOS Solution

Meira en bara einfaldur viðskiptareikningur

myPOS-viðskiptareikningurinn er ókeypis rafeyrisreikningur í mörgum gjaldmiðlum með írsku IBAN-númeri* þar sem fjármagn þitt frá kortagreiðslum er lagt inn. Hann veitir þér einnig öfluga stjórnunargetu í gegnum netvettvanginn eða myPOS-appið - rauntímastjórn á kortavélunum þínum, greiðslukortum, sölustöðum, vöru- og viðskiptavinalistum.

* Greiðslur og rafpeningaþjónusta í EES eru í boði myPOS Ltd, sem er rafpeningastofnun með starfsleyfi og undir eftirliti Seðlabanka Írlands á Írlandi, með leyfisnúmer C475122.

  • Flag eu
  • Flag gb
  • Flag ch
  • Flag ro
  • Flag no
  • Flag se
  • Flag cz
  • Flag hu
  • Flag pl
  • Flag is
  • Flag dk
  • Flag bg
myPOS Online Business account myPOS Online Business account

Hvað er viðskiptareikningur á netinu?

Viðskiptareikningur er sérstakur reikningur fyrir einyrkja, fyrirtæki, samstörf, góðgerðarfélög og stofnanir. Viðskiptareikningur á netinu virkar alveg eins og hefðbundinn bankareikningur, en gerir það mögulegt að stjórna fjármálunum stafrænt í gegnum vettvang á netinu.

Til að stofna fyrirtæki þarf viðskiptareikning. Þar að auki þarftu reikning ef þú vilt byrja að taka við kortagreiðslum með kortavélum eða á netinu.

Með myPOS færðu ókeypis rafeyrisreikning fyrir söluaðila í 12 gjaldmiðlum. myPOS er fjármála- og rafeyrisstofnun sem hefur leyfi til að gefa út og nota rafeyri. Rafeyrir er fljótasta, auðveldasta og öruggasta leiðin til að senda eða taka við peningum fyrir afar lítið gjald á netreikningi þínum, hvar og hvenær sem er.

Kostirnir við myPOS-viðskiptareikning

Uppgötvaðu kraft myPOS-viðskiptareikningsins fyrir betri fjármálastjórnun og vöxt fyrirtækisins

Viðskiptareikningar gera þér kleift að afgreiða kortagreiðslur bæði með kortavélum og á netinu. Fjármunir frá þessum færslum eru lagðir beint inn á myPOS-reikninginn þinn, sem gerir þér kleift að standa tímanlega straum af viðskiptakostnaði þínum.

Notaðu myPOS-reikninginn sem aðalreikning til að auðvelda þér útgjaldastjórnun. Gerðu SEPA Instant eða SWIFT færslur til þjónustuveitenda á aðra bankareikninga. Millifærðu tafarlaust á aðra myPOS-notendur eða flyttu fjármagn á milli reikninganna þinna.

Þú færð há færslumörk og getur sett upp marga notendur með mismunandi aðgangsstigum. Þú getur sótt yfirlit á sniðunum PDF, Excel, CSV og MT940 til að einfalda bókhaldið. Notaðu kortaeyðslueiginleikann með færsluflokkun til að fá yfirsýn yfir útgjöld þín og starfsmanna þinna.

Njóttu góðs af skýrsluverkfærum og alhliða sölurakningu sem ætlað er að veita þér ómetanlega innsýn í starfsemi fyrirtækisins. Þú átt einnig rétt á viðskiptadebetkorti, sem gerir þér kleift að gera þægileg kaup og taka út reiðufé eftir þörfum.

Af hverju að velja myPOS til að opna viðskiptareikning?

Fáðu ókeypis aðgang að víðtækum myPOS-viðskiptavettvangi, sem býður upp á fjölbreytt úrval af virðisaukandi þjónustu.

Engin reikningsgjöld eða bindandi samningar

Engin reikningsgjöld eða bindandi samningar

Hjá myPOS eru engin falin gjöld. Ólíkt hefðbundinni bankaþjónustu íþyngjum við litlum fyrirtækjum ekki með áskildum mánaðargjöldum og langtímasamningum.

Ókeypis viðskiptakort

Ókeypis viðskiptakort

Sem fyrirtækjaviðskiptavinur myPOS færðu viðskiptakort þér að kostnaðarlausu til að fá tafarlausan aðgang að peningunum þínum. Bættu kortinu þínu við Apple Pay eða Google Pay til að greiða enn hraðar í verslun eða á netinu.

Þarftu mörg kort? Ekkert mál! Það er auðvelt að panta fleiri kort í gegnum viðskiptareikninginn á netinu eða farsímaappið.

Viðskiptareikningur í mörgum gjaldmiðlum

Viðskiptareikningur í mörgum gjaldmiðlum

Nýttu þér fjölhæfan viðskiptareikning í mörgum gjaldmiðlum sem gerir þér kleift að taka við alþjóðlegum greiðslum í öllum EES-myntum, þ.m.t. GBP og CHF, og millifærðu fjármagn á milli reikninganna þinna á áreynslulausan hátt.

Netgreiðslulausnir

Netgreiðslulausnir

Fáðu aðgang að öllum verkfærum myPOS til að taka við greiðslum á netinu, eins og myPOS Online, myPOS Checkout, greiðslubeiðni, greiðslutöggum, PayLinks og PayButtons.

Innistæður aðgengilegar samstundis

Innistæður aðgengilegar samstundis

Hvort sem þú vinnur með kortafærslur í gegnum kortavélina þína, farsímaappið eða greiðslugátt á netinu, þá eru fjármunirnir lagðir inn á myPOS-reikninginn þinn á nokkrum sekúndum án aukagjalda.

Viðbótarþjónusta

Viðbótarþjónusta

Njóttu margs konar þjónustu, eins og áfyllinga á fartæki, AppMarket með viðskiptaöppum, sérsniðinna og stafrænna posakvittana, sérsniðinna vörureikninga og úttekta úr hraðbanka um allan heim.

Nýttu þér alla möguleika reikningsins með myPOS-appinu

Hafðu aðgang að fyrirtækinu á ferðinni með ókeypis myPOS-farsímaappinu, sem býður upp á allt sem þú finnur á vefreikningnum þínum.

Taktu við kortagreiðslum með því að búa til greiðslutengla, QR-kóða eða í gegnum MO/TO virtual terminal.

Búðu til og sendu vörureikninga til viðskiptavina auðveldlega, beint úr snjallsímanum.

Þú getur millifært fé á milli reikninga, sent fjármagn tafarlaust til annarra myPOS-notenda, gert SEPA Instant og SWIFT greiðslur.

Nýttu þér alla möguleika reikningsins með myPOS-appinu

Virkjaðu og afvirkjaðu kortavélar með fjareiginleika og fylgstu með færslum í hverju tæki.

App account

Sérsníddu flýtileiðir að uppáhaldsaðgerðunum þínum, sem allar eru þægilega staðsettar á stjórnborði reikningsins.

App account

Stilltu takmörk og virkjaðu valfrjálsar tilkynningar í snjalltæki til að fylgjast með virkni á reikningnum.

Fáðu rauntímastöðu á reikningnum, ítarleg flæðirit og greiningu á sölu og færsluferli.

App account
myPOS Safe money requirements myPOS Safe money requirements

Peningarnir þínir eru í öruggum höndum

Reikningar myPOS eru veittir af rafeyrisstofnun með starfsleyfi og undir eftirliti seðlabanka Írlands.

Sem viðskiptavinur myPOS eru peningarnir þínir geymdir á sérstökum, öruggum reikningum sem eru uppsettir og reknir í samræmi við sérkröfur eftirlitsstofnana okkar. Peningarnir þínir eru geymdir á svokölluðum aðskildum reikningum, sem tryggja friðhelgi fjármuna viðskiptavina og leyfa ekki notkun á þeim til lána eða fjárfestinga. Fyrir þessa reikninga notum við gjaldgenga banka sem eftirlitsstofnanir samþykkja. Tilnefning, uppbygging og rekstur þessara reikninga veita þér mikilvæga vernd, sem tryggir að peningarnir þínir eru öruggir og þér aðgengilegir.

Algengar spurningar

Svör við spurningum þínum

myPOS er staðráðið í að hjálpa fyrirtækjum af öllum stærðum, hvort sem þú ert sprotafyrirtæki, einyrki eða stærra fyrirtæki. Að sjálfsögðu gilda ákveðin hæfisskilyrði. Til að fá viðskiptareikning hjá myPOS þarftu að vera sjálfstætt starfandi, einyrki, hlutafélag eða sameignarfélag með takmarkaðri ábyrgð og skráð hjá Fyrirtækjaskrá.

Staðfesting á auðkenni er stutt ferli á netinu sem myPOS þarf til að staðfesta auðkenni söluaðilans. Til að ljúka því þarftu að hafa gilt vegabréf með mynd eða ökuskírteini (ekki er tekið við afritum). Að auki þarftu að vera með myPOS-farsímaappið og áreiðanlega Wi-Fi eða gagnatengingu.

myPOS er gegnsær greiðsluvettvangur sem er hannaður fyrir eigendur smáfyrirtækja og hefur engin falin gjöld. Engin uppsetningar- eða mánaðargjöld eru tengd viðskiptareikningnum, né öðrum þjónustum myPOS. Einu gjöldin sem þú þarft að greiða eru lágar færsluupphæðir, sem eru aðeins skuldfærðar þegar greiðsla hefur tekist

Þú þarft ekki að vera með reikning hjá myPOS áður en þú kaupir kortavél frá okkur. Þú þarft hins vegar reikning til að taka við kortagreiðslum með vélinni. Allt fjármagn sem tekið er við í gegnum myPOS-vettvanginn — hvort sem það er með myPOS-kortavél, snertilausum greiðslum með myPOS Glass eða með netgreiðsluþjónustu — verður samstundis lagt inn á reikninginn þinn.

Opnaðu viðskiptareikning á netinu hjá myPOS í dag!

Cookie

Veldu kökustillingu