Virtual Terminal - móttaka kortagreiðslna á netinu og í gegnum síma

Að byrja

Breyttu hvaða snjalltæki sem er í net-posa

Sýndargreiðslukerfi okkar er auðvelt í notkun og hjálpar þér að taka við kortagreiðslum jafnvel þó þú sért ekki með posa við höndina og kortið sé hinumegin í heiminum. Sýndarkreditkortavinnsla hefur aldrei verið jafn auðveld og á jafn viðráðanlegu verði - ekki þarf að greiða nein mánaðargjöld fyrir þessa þjónustu. Hvort sem það er í gegnum síma eða augliti til auglitis getur þú alltaf tekið við sýndarkortagreiðslum.

Kosturinn við að nota sýndarkortaposa fyrir síma- og póstgreiðslur

Þetta er ávinningurinn við að nota MO/TO Virtual Terminal til að taka við kortagreiðslum í gegnum tölvupóst eða síma:

  • Hægt að nota á öllum tækjum. Fyrir tölvu, síma eða spjaldtölvu þannig að þú getur tekið fyrirtækið með hvert sem þú ferð. Þú þarft bara nettengingu.
  • Hægt er að fylgjast með millifærslum í rauntíma og frá hvaða stað sem er. Það gerir þú með myPOS Mobile App farsímaappinu okkar.
  • Hægt er að gefa starfsfólki sérstakan aðgang þannig að það geti líka tekið við greiðslum.
  • Úrvinnsla póst-/símapantana (MOTO) beint úr reikningi þínum.
  • Ekki þarf að setja upp neinn hugbúnað. Engin flókin samþætting, dýr hjálparefni eða krafa um frekari hugbúnað/vélbúnað

Eftir að greiðsla er samþykkt er hún gerð samstundis upp á örugga myPOS reikningnum. Þaðan er hægt að gera millifærslur, taka út reiðufé og greiða um allan heim með viðskiptakorti þínu.

myPOS kort og MO/TO Virtual Terminal

Taktu við kortagreiðslum á netinu án þess að þurfa að greiða mánaðargreiðslur

Þegar þú skráir þig fyrir ókeypis rafeyriseikning hjá okkur, ert þú bara skrefi frá því að taka við kredit- og debetkortagreiðslum á netinu. Umsóknarferlið fyrir þessa þjónustu er bara þrjú einföld skref:

  • Skráðu þig inn á myPOS fyrirtækjareikninginn, farðu í valmynd Taka greiðslur og veldu Taka MO/TO Virtual Terminal greiðslu

  • Veldu MO/TO Virtual Terminal valmyndina og sæktu um

  • Teymið okkar mun staðfesta hvort að rekstur þinn er hæfur fyrir þessa þjónustu

Þegar búið er að samþykkja umsóknina getur þú tekið við greiðslum frá uppáhaldstækinu þínu án þess að þurfa að greiða mánaðargjöld. Allar greiðslur eru gerðar upp tafarlaust og upphæðin birtist strax á reikningi þínum.

Byrjaðu að taka við MOTO greiðslum!

Skráðu þig í dag og taktu við kredit- og debetkortum hvar sem er í heiminum.