Færanlegar kortavélar handa fyrirtækjum á ferðinni

Tileinkaðu þér hreyfanleika nútímans

Færanlegar kortavélar frá myPOS fyrir lítil fyrirtæki á ferðinni

myPOS Go 2

myPOS Go 2

Sjálfstæð færanleg kortavél

5900.00 ISK

án VSK

Kaupa núna
Truck delivery

Viltu vera þar sem viðskiptavinir þínir eru? Þú getur það með myPOS Go 2.

myPOS Go 2 er með stöðuga nettengingu og hjálpar þér að auka söluna og tryggja ánægju viðskiptavina.

Taktu beint við greiðslum, jafnvel á afskekktum stöðum, og sendu umhverfisvænar stafrænar kvittanir í SMS eða tölvupósti.

Card payment on terminal

Fyrirferðarlítið

myPOS Go 2 er snjöll og fáguð kortavél sem er hönnuð fyrir söluaðila sem stunda viðskipti á ferðinni. Tækið er svipað snjallsíma og lítil stærðin gerir þér kleift að setja það í vasann og fara með það til viðskiptavina þinna og gera debet- og kreditkortagreiðslur á staðnum.

Terminal in pocket
myPOS Pro

myPOS Pro

Sterkbyggð og þráðlaus kortavél

38900.00 ISK 28900.00 ISK

án VSK

Kaupa núna
Hand with terminal

myPOS Pro færanlega kortavélin er með lithíum-rafhlöðu sem endist allan daginn og er áreiðanlegur félagi fyrir öll fyrirtæki á ferðinni.

Háhraða thermal-prentari

myPOS Pro er með fjölda nauðsynlegra eiginleika og gerir þér kleift að stytta biðraðirnar og auka ánægjuna.

Núna getur þú komið með greiðslur beint til viðskiptavinanna, með því að vinna hratt úr snertilausum greiðslum og prenta kvittanir á stuttum tíma.

myPOS Pro terminal

Snjöll hönnun

Knúið af Android 10 og quad-core örgjörva sem tryggir hraða greiðsluvinnslu hjá myPOS Pro.

Á AppMarket er úrval viðskiptatækja til að hagræða rekstri þínum, þar á meðal sérsniðin öpp fyrir söluaðila á ferðinni, í atvinnugreinum á borð við leigubílaakstur og flutninga, viðburði og miðasölu, ásamt veitingastöðum og heimsendingarþjónustu.

Terminal with apps
Terminal in hand Terminal in hand

Hvað er færanleg kortavél?

Færanleg kortavél er fyrirferðarlítið tæki sem er hannað til að taka við kredit- og debetkortagreiðslum án þess að þurfa tengingu við afgreiðslukassann eða annan vélbúnað.

Færanlegar kortavélar frá myPOS eru hagkvæm lausn án fastra mánaðargjalda og bindandi samninga.

Hvernig virka færanlegar kortavélar?

Færanlegar kortavélar eru tilvaldar fyrir lítil fyrirtæki og tryggja öruggar færslur. Hægt er að nota þær fyrir alla greiðslumáta, meðal annars segulrönd, örgjörva og PIN-númer og snertilausa valkosti með NFC-kortum og stafrænum veskjum á borð við Apple Pay, Google Pay og Samsung Pay.

Ice cream store Ice cream store

Hvenær þarf að fjárfesta í færanlegri kortavél?

Langar þig að auka söluna? Stækka viðskiptavinahópinn? Bæta upplifun viðskiptavina eða hlúa að tryggð þeirra? Ef þú svaraðir einhverri af þessum spurningum játandi er þetta rétti tíminn til að byrja að nota snertilausa kortavél í fyrirtækinu þínu. Færanleg kortavél er lausnin sem þú þarft, sérstaklega ef þú ert oft á ferðinni.

Góðu fréttirnar eru að lítil fyrirtæki hafa núna aðgang að sömu stafrænu lausnunum og færanlegu kortavélunum og stærri fyrirtæki. Njóttu sveigjanleikans við að geta tekið við samþættum greiðslum og að selja hvar og hvenær sem er, með því að skipta yfir í peningalausar færslur.

Hvað kostar færanleg kortavél mikið?

Færanlegar kortavélar frá myPOS eru í boði frá aðeins 5900.00 ISK, og það er heildarverðið. Og það sem betra er, þá eru engin mánaðargjöld, falin gjöld eða afpöntunargjöld. Með föstu færslugjaldi að upphæð 1.69% + 7.50 ISK á hverja móttekna greiðslu, er þetta hagkvæm lausn fyrir lítil fyrirtæki eins og þitt.

0 ISK

Mánaðargjöld

1.69% + 7.50 ISK

fyrir hverja færslu

Sjá allar verðupplýsignar hér.

Hvers vegna að velja myPOS færanlega kortavél?

Sama hvort þú ert við afgreiðsluborð, borð viðskiptavinarins, á handverkssýningu eða viðburðum, þá eru færanlegu kortavélarnar frá myPOS hannaðar til að vera með þér, hvert sem leið fyrirtækisins þíns liggur.

Innbyggt 4G SIM-kort fylgir með öllum posum, sem færir þér ókeypis nettengingu. Þú getur treyst því að kortalesarinn þinn hafi tengingu, jafnvel á afskekktum stöðum, geri hnökralausar kortafærslur og haldi kortaupplýsingum viðskiptavina öruggum.

Hvaða kortavél hentar þér best?

Bæði tækin eru með marga kosti, en þau hafa verið hönnuð fyrir ólíkar gerðir viðskipta. Valið á milli þeirra fer eftir þörfum fyrirtækisins þíns.

myPOS Go 2

myPOS Go 2

myPOS Go 2 er tilvalin kortavél fyrir lítil fyrirtæki á ferðinni, fólk sem vinnur sjálfstætt og söluaðila sem taka þátt í handverkssýningum og viðburðum, þar sem vélin er lítil og létt. Hún er einnig ódýrasta vélin fyrir kortagreiðslur, sem hentar vel fyrir fólk sem leitar að heildstæðri lausn á hagstæðu verði.

5900.00 ISK

án VSK

myPOS Pro

myPOS Pro

myPOS Pro er vinsælasti valkosturinn hjá fyrirtækjum með marga viðskiptavini og mikið af biðröðum. Tækið er með einstaklega hraða greiðsluvinnslu og prentun kvittana til að tryggja skjóta þjónustu til viðskiptavina.

38900.00 ISK 28900.00 ISK

án VSK

Stærðarhlutföll og þyngd

136,6 x 67,6 x 21 mm
181,6gr. með rafhlöðu

212,6 × 79,1 × 51,9mm
427 gr með rafhlöðu

Stýrikerfi

Linux

Android 10.0

Android öpp fyrir fyrirtækið þitt

Skjár

2.4"

LCD-litaskjár með himnubirti

5.5"

Háskerpusnertiskjár

Lyklaborð

Efnislegt

Sýndar

Rafhlaða

1500mAh

3.7V

2500mAh

7.6V

Greiðslusamþykki

NFC
Örgjörvi og PIN
Segulrönd

NFC
Örgjörvi og PIN
Segulrönd
QR

Tengigeta

Ókeypis gagnasímkort
GPRS
Wi-Fi

Ókeypis gagnasímkort
GPRS
Wi-Fi

Kvittanir

Rafrænar kvittanir með textaskilaboðum, tölvupósti

Pappírskvittanir, thermal prentari sem stenst mikið álag
Rafrænar kvittanir með textaskilaboðum, tölvupósti

Aukaeiginleikar

Greiðslubeiðni
Fyrirframheimild
Endurgreiðsla
Síðasta ógilda færsla
Að gefa þjórfé
Áfylling

Greiðslubeiðni
Fyrirframheimild
Endurgreiðsla
Síðasta ógilda færsla
Að gefa þjórfé
Áfylling

Það sem viðskiptavinir okkar segja

„Það sem mér finnst best við myPOS Go 2 er að geta farið um fyrirtækið (t.d. bar eða verslun) á auðveldan hátt með kortavélinni, og hún er alltaf með hraða tengingu.“

Giuseppe Belluardo

Glass Cathedral, Ítalíu.

„Það getur verið áskorun að stunda eigin rekstur, þar sem við vöxum með fyrirtækinu og tæknilega umhverfinu sem við erum í, svo það getur oft verið erfitt að treysta á að tæknin virki hvar sem er á landinu. myPOS hjálpar mér með einum vettvangi fyrir allt, til að við getum selt auðveldlega, sérstaklega á marköðum og viðburðum. Við gætum ekki farið á viðburði án þess núna!“

Elluisa Vitale

Sugar Sack, Englandi

„Mér finnst gott að vinna með myPOS Go 2 vegna þess að það er lítið og færanlegt og getur gert allt! Á myPOS fyrirtækisreikningnum er hægt að sjá allar greiðslur tafarlaust, sem er mikill kostur fyrir eigendur lítilla fyrirtækja.“

Lachezar Georgiev

Duga, Búlgaríu

„Eins og er get ég sagt að tveir þriðju af sölunni okkar fer í gegnum myPOS. Við missum aldrei af sölu vegna þess að við getum tekið við kortum frá öllum greiðslukerfum. Auk þess er myPOS Go 2 tækið útbúið með öllum aðgerðunum sem við þurfum og meira til. Það lætur okkur finnast við vel í stakk búin til að láta fyrirtækið vaxa og við vitum að myPOS mun styðja við okkur alla leið.“

Ksenia Menkova

Duas Sardinhas, Portúgal

„Fyrir okkur er nauðsynlegt að hafa snertilausa kortavél sem við getum tekið með á handverkssýningar. Þar sem myPOS Go 2 þarf engar aukasnúrur eða Wi-Fi er hún fullkomið greiðslutæki fyrir fyrirtækið okkar. Um leið og félagar mínir sáu hversu gagnlegir myPOS posarnir eru fengu þeir sér sömu tæki í sína sölubása.“

Guarete Figueira

Guarete Figueira - Arts and Crafts, Portúgal

„Í dag eru allir vanir því að nota snertiskjá. myPOS Pro er með viðmót sem er auðvelt í notkun, sem gerir það þægilegt fyrir starfsfólk okkar. Það leiðir til styttri þjálfunartíma og meiri afkasta. Auk þess þurfa þjónarnir og yfirmennirnir að ganga minna, þar sem kortavélin er færanleg. Það minnkar vinnuálagið á þá og styttir biðtímann fyrir viðskiptavinina þegar þeir biðja um reikninginn.“

Stefan Ivanov

Happy, Bretlandi

Heildstæð viðskiptalausn

Einn greiðsluvettvangur. Fjölmargir kostir. Allt sem fyrirtækið þitt þarf.

Gjaldfrjáls fyrirtækisreikningur

Gjaldfrjáls fyrirtækisreikningur

Skráðu þig til að fá netreikning með mörgum gjaldmiðlum til að stjórna fjármagninu þínu og fylgjast með sölunni.

Tafarlaus greiðsla

Tafarlaus greiðsla

Þú sérð peningana frá hverri sölu lagða inn á fyrirtækisreikninginn þinn hjá myPOS á innan við 3 sekúndum - með engum aukakostnaði.

Ókeypis debetkort

Ókeypis debetkort

Fáðu aðgang að peningunum þínum þegar þú þarft þá með fyrirtækjadebetkorti sem allir söluaðilar fá með myPOS reikningnum.

myPOS app í síma

myPOS app í síma

Þú getur notað ókeypis appið til að hafa stjórn á rekstrinum, fylgjast með færslum, búa til reikninga og margt fleira.

0 ISK

Mánaðargjöld

Engin mánaðargjöld

Hjá myPOS er ekkert fast mánaðargjald til söluaðila. Lág færslugjöld eru eingöngu lögð á hverja afgreidda sölu.

Engir bindandi samningar

Engar langtímaskuldbindingar

Söluaðilar þurfa ekki að undirrita bindandi mánaðarlegan samning til að nota kortavél frá myPOS eða nokkra aðra þjónustu frá myPOS.

Algengar spurningar

Svör við spurningum þínum

Já, það er hægt. Bæði myPOS Go 2 og myPOS Pro geta tekið við öllum kortategundum — snertilausum, með segulrönd og örgjörva og PIN-númeri.

Já, þú getur tekið við öllum helstu kredit- og debetkortum, ásamt öllum gerðum snertilausra greiðslna, líka færslum með stafrænum veskjum eins og Apple Pay og Google Pay.

Öll myPOS tæki eru með uppsett SIM-kort, sem tryggir ókeypis 3G/4G nettengingu. Auk þess geta kortavélarnar tengst við Wi-Fi.

Með myPOS Go 2 getur þú auðveldlega sent stafrænar kvittanir í SMS eða tölvupósti beint eftir hverja sölu. Sláðu bara inn netfang eða símanúmer viðskiptavinarins í kortavélina eftir beiðni þeirra og sendu netkvittunina.

myPOS Pro getur ekki aðeins sent netkvittanir heldur er það einnig með prentara til að hægt sé að prenta út kvittanir strax eftir færsluna. Auk þess geturðu sérmerkt kvittanirnar með lógói fyrirtækisins þíns og samskiptaupplýsingum.

Þú þarft ekki að vera með bankareikning til að nota myPOS. Allar greiðslur eru strax færðar inn á þinn eigin myPOS fyrirtækisreikning sem tekur við mörgum gjaldmiðlum. Þegar peningarnir eru komnir þangað geturðu millifært þá á hvaða reikning sem þú vilt eða notað ókeypis myPOS debetkortið þitt til að greiða rekstrarkostnað.

Auk þess geturðu notfært þér heildstæðan vettvang með myPOS reikningnum sem gerir þér kleift að fylgjast með sölunni, gefa út reikninga, búa til greiðslutengla og margt fleira.

Helsti munurinn liggur í virkni og uppsetningu. Færanlegar kortavélar eru fyrirferðalitlar og gera fyrirtækjum kleift að taka við kortagreiðslum án þess að þurfa fasta tengingu við afgreiðsluborðið eða meiri vélbúnað. Á hinn bóginn eru kortavélar á afgreiðsluborðum fastar á sama stað, sem gefur stöðugan og öruggan valkost fyrir greiðsluvinnslu.

Færanlegar kortavélar bjóða upp á sveigjanleika, færanleika og hagkvæman valkost, á meðan kostnaður við fasta kortavél á borði getur falið í sér aukagjöld vegna uppsetningar og viðhalds.

Báðar vélarnar geta tekið við debetkortum, sem færir fyrirtækjum marga valkosti til að uppfylla óskir ólíkra viðskiptavina og færsluþarfir.

Taktu við kortagreiðslum hvar sem er og á þann hátt sem viðskiptavinirnir kjósa.