Top-up er nýjasti eiginleikinn á myPOS búnaðinum þínum

MEÐ ÞVÍ AÐ AUKA VIRÐI FYRIR VIÐSKIPTAVINI ÞÍNA

Hvað er Top-up?

Top-up þjónustan gerir þér kleift að endurhlaða eða kaupa inneign á fjölda margra fyrirframgreiddra farsímaþjónusta um allan heim. Það gerist innan nokkra mínútna og sparar viðskiptavinum þínum tíma og fyrirhöfn. Þú getur gert það hvenær sem er frá myPOS reikningnum þínum.

Hvernig virkar þetta?

Sláðu inn símanúmer viðskiptavinar til að fylla á

Farsímanúmer

Sláðu inn farsímanúmer viðskiptavinar

Veldu þjónustuaðila fyrir Top-up

Þjónustuaðili

Veldu þjónustuaðila fyrir Top-up

Sláðu inn upphæð sem að þú vilt fylla á

Top-up upphæð

Sláðu inn upphæð sem þú vilt kaupa inneign fyrir

Endurskoðaðu allar upplýsingar og staðfestu

Allt að verða tilbúið

Endurskoðið allar upplýsingar og staðfestið*

Þetta er svona einfalt!

Þú getur framkvæmt Top-up á myPOS búnaðinum þínum í nokkrum auðveldum skrefum. Það eina sem þú þarft að hafa í huga er hvort það sé næg innistæða á uppgjörsreikningi fyrir þetta tæki. Sláðu inn símanúmer viðskiptavinar og veldu þjónustuaðila. Veldu upphæð fyrir Top-up og staðfestu aðgerðina. Upphæðin er nú gjaldfærð af reikningnum þínum og þú færð færslu með þóknuninni.* Viðskiptavinur þinn greiðir þér í reiðufé og þú útvegar honum rafræna kvittun fyrir þjónustuna.

myPOS kerfið hefur tengsl við 779 þjónustuaðila í meira en 141 löndum í heiminum! Nýttu þér þetta og fáðu greitt beint inn á myPOS reikninginn þinn.

myPOS top-up eiginleikinn hefur tengingar til 779 þjónustuaðila
þráðlaust tæki fyrir kortagreiðslur vegna top-up þjónustu
*Farsímaþjónustuaðilinn sem þú notar til að gera Top-up gæti beðið þig um þóknun. Upphæð þóknunarinnar fer eftir fjarskiptafyrirtækinu og þjónustulandinu.

myPOS Top-up er fáanlegt um allan heim

Hröð og einföld þjónusta sem er innan seilingar fyrir alla. Útvegaðu viðskiptavinum þínum tækifæri á því að kaupa inneignir frá mörgum þjónustuaðilum um allan heim. Núna geta þeir auðveldlega komið til þín og greitt fyrir fyrirframgreiddar þjónustur í 140 löndum. Viðskiptavinir þínir geta jafnvel notað top-up til að fylla á frelsi fyrir vini sína eða fjölskyldu innan nokkurra mínútna. Það besta er að þú getur fylgst með hverri færslu og Top-up frá myPOS viðskiptareikningnum þínum. Engin vandræði og sparar tíma!

Nýjasti eiginleikinn er fáanlegur á myPOS reikningum þínum

INNSKRÁNING