Christo Georgiev
Christo er frumkvöðull og fjárfestir í fjármálaþjónustu og upplýsingatækni. Hann hefur síðan árið 2000 verið í forgrunni í brautryðjendastarfi hvað varðar kortaútgáfu, rafeyrisveski og nýsköpun í greiðslulausnum innan Evrópu. Árið 2020 var hann á lista yfir 70 frumkvöðla sem eru að breyta fjármálaheiminum í bókinni Fintech Founders eftir Agustín Rubini.
Christo er með meistaragráðu í hug- og vélbúnaðarverkfræði frá tækniháskólanum í Varna, meistaragráðu í hagfræði, bankastjórnun og fjármálum frá hagfræðiháskólanum í Varna og framhaldsstigssérhæfingu á sviði hagfræði frá háskólanum í Delaware í Bandaríkjunum.
Irfan Rasmally
Irfan hefur leitt fyrirtækjaþróun myPOS síðan 2014 og hefur gegnt lykilhlutverki í að komast inn á 24 markaði á aðeins fjórum árum. Hefur yfir 15 ára reynslu í greiðslugeiranum, áhættustjórnun, stýringu eignasafna viðskiptavina fyrir rafeyrisstofnanir, viðtökubanka og greiðsluþjónustuveitendur.
Hann er með meistaragráðu í tölvunarfjármálum frá Mauritius háskóla. Ber ábyrgð á viðskiptaþróun.
Jean Beaubois
Jean hefur 20 ára fjárfestingarreynslu og hefur starfað bæði með skráð hlutabréf og annað fjármagn. Jean er með meistaragráðu í fjármálum og hóf feril sinn hjá Morgan Stanley þar sem hann rak margra milljarða alþjóðlegan fjárfestingasjóð. Þá starfaði Jean hjá fjárfestingarbankanum Berenberg með áherslu á tæknifyrirtæki áður en hann hóf störf hjá Safecharge þar sem hann hafði yfirumsjón með fjárfestatengslum og fyrirtækjaráðgjöf (M&A).
Thomas Gunzinger
Thomas hefur yfirgripsmikla reynslu í bankageiranum og hefur áður unnið fyrir nokkra af stærstu bönkum Sviss sem forstöðumaður viðskipta og ráðgjafar.
Hann var meðeigandi svissnesks eignastýringarfyrirtækis í rúm 17 ár. Hann er nú stjórnarmeðlimur myPOS Swiss AG og Signia Group AG með dótturfélögum þess.
Hann er með svissneska gráðu í bankaviðskiptum.
Stephane Pilloy
Starfsferill Stephane í fjármálaþjónustu spannar rúm 25 ár, en hann vann sem ráðgjafi hjá Accenture áður en hann var ráðinn til Credit Suisse sem fjárfestir og til HSBC sem framkvæmdastjóri síðustu 7 árin. Hann hefur verið viðriðinn fjármálastjórn og -greiðslur sölustaða allan sinn starfsferil. Hann hefur unnið við margar yfirtökur og átt í samstarfi við áberandi sölu- og greiðsluveitendur, eins og Vocalink, SIA, Nexi (CartaSi), Cofinoga, Network International, John Lewis Financial Services og M&S Money.
Hjá myPOS starfar Stephane með hina mörgu hluta myPOS hópsins til að koma metnaðarfullri vaxtastefnu fyrirtækisins í verk.
Brian Attwood
Brian hefur rúmlega tuttugu og fimm ára reynslu í fjármálageiranum og vann bæði á hlutabréfa- og peningamarkaði áður en hann gekk til liðs við fyrsta verðbréfaeftirlitsaðila Bretlands árið 1988. Árið 1994 hóf hann störf hjá HSBC. Næstu 23 árin starfaði hann við alls kyns störf tengdum regluverki - einkum sölu við fjárfestingarbanka, viðskipti, rannsóknir og deilustjórnun áður en hann færði sig yfir í hlutverk sem meira var tengt aðgerðum og kom á fót regluvarðardeild í útvistuðu/þjónustuumhverfi sem studdi 35.000 starfsmenn. Nýlega hefur hann leitt margskonar framtak tengt reglugerðareftirliti.
Brian er með BA heiðursgráðu í hagfræði og verðbréfaskírteini.
Maxim Kochnev
Maxim gekk til liðs við myPOS-teymið árið 2018, fyrst sem fjármálastjóri og annaðist fjármálastjórnun fyrirtækisins. Starfsreynsla Maxim samanstendur af vinnu fyrir endurskoðunarfyrirtæki Big Four og eftir það var hann í forsvari fyrir fjármálateymi hjá ört vaxandi markaðstæknifyrirtæki í 5 ár. Með 5 ára stjórnunarreynslu hjá alþjóðlegum fyrirtækjum með útvistun viðskiptaferla (BPO) í Búlgaríu, hefur Maxim víðtæka reynslu í útvistun viðskiptaferla.
Auk þess að vera löggildur fjármálasérfræðingur (CFA Charterholder), er Maxim með BA-gráðu og meistaragráðu í fjármálastjórnun fyrirtækja frá University of Economics, Varna.